Unglingarökfræði Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. mars 2014 07:00 „Vissir þú að til þess að komast að merkingunni á bak við flest ástarlög nægir að skipta út orðinu love fyrir klof?“ Þetta datt upp úr gömlum vini mínum þegar við einu sinni sem oftar gengum á unglingsaldri um heimabæ okkar og ræddum lífsins gagn og nauðsynjar. Auðvitað er þetta tóm vitleysa og staðhæfing sem eldri bróðir vinar míns hafði stungið að honum. En við skemmtum okkur engu að síður í dálitla stund við orðaskiptin. Enn þann dag í dag, um aldarfjórðungi síðar, dettur mér stundum fullyrðingin í hug þegar ástarsöngvar óma í útvarpinu. Líkast til er það til marks um það hversu móttækilegur hugur ungmenna er á mótunarskeiði. Hlutir sem haldið er fram vilja festast þar. Vitleysan um ástarsöngvana er auðhrakin, en óneitanlega veltir maður fyrir sér hvaða önnur „sannindi“ fólk hefur meðtekið á unga aldri og heldur svo staðfastlega í út ævina. Því hefur verið slegið föstu að íslenska mjólkin sé sú besta í heimi og betra lambakjöt hvergi að finna á byggðu bóli, vatnið okkar sé það besta sem finnst, að Danir hafi kúgað landann og grætt á honum, að útlendingar vilji okkur ekkert gott, að heima sé best. Á dögunum lét utanríkisráðherra þjóðarinnar hafa eftir sér í viðtali að hann hefði ungur myndað sér skoðun á Evrópusambandinu. Dæmið um ástarsöngvana sýnir náttúrulega að það kann ekki góðri lukku að stýra. Hver veit hvaða skagfirskar draugasögur aðrar eru á sveimi í þjóðarsálinni og ráða ákvarðanatöku sem hefði betur verið byggð á staðreyndum og ígrundaðri rannsókn. Staðhæfing félaga míns í göngutúrnum góða í æsku er líka dæmi um algenga orðræðu unglinga. Fullyrðingarnar eru látnar fjúka. Allir eru í kappi við að gera sig gildandi. Unglingarökfræði er nefnilega líka áberandi í opinberri umræðu þessa dagana. Foreldrar þekkja hvernig sum börn, eftir að hafa misstigið sig, eða til að fá sitt fram, vilja láta eina synd afsaka aðra. Eða rjúka í að tala um óréttlæti, alls óskylt málefninu sem til umræðu er hverju sinni. Pólitísk umræða á plani morfískrar pissukeppni er lítt áhugaverð og hætt við að seint verði komist að einhverri skynsamlegri niðurstöðu. Tími er kominn til að draga sig upp úr unglingastiginu, svona að minnsta kosti hvað ráðamenn varðar, og skrúfa niður illa ígrundaðan fullyrðingaflauminn og útúrsnúningana. Loforð er loforð og bara kjánalegt að snúa út úr. (Til dæmis með því að skemma þjóðaratkvæðagreiðslu með spurningunni: Á að hætta við eða gera hlé?). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
„Vissir þú að til þess að komast að merkingunni á bak við flest ástarlög nægir að skipta út orðinu love fyrir klof?“ Þetta datt upp úr gömlum vini mínum þegar við einu sinni sem oftar gengum á unglingsaldri um heimabæ okkar og ræddum lífsins gagn og nauðsynjar. Auðvitað er þetta tóm vitleysa og staðhæfing sem eldri bróðir vinar míns hafði stungið að honum. En við skemmtum okkur engu að síður í dálitla stund við orðaskiptin. Enn þann dag í dag, um aldarfjórðungi síðar, dettur mér stundum fullyrðingin í hug þegar ástarsöngvar óma í útvarpinu. Líkast til er það til marks um það hversu móttækilegur hugur ungmenna er á mótunarskeiði. Hlutir sem haldið er fram vilja festast þar. Vitleysan um ástarsöngvana er auðhrakin, en óneitanlega veltir maður fyrir sér hvaða önnur „sannindi“ fólk hefur meðtekið á unga aldri og heldur svo staðfastlega í út ævina. Því hefur verið slegið föstu að íslenska mjólkin sé sú besta í heimi og betra lambakjöt hvergi að finna á byggðu bóli, vatnið okkar sé það besta sem finnst, að Danir hafi kúgað landann og grætt á honum, að útlendingar vilji okkur ekkert gott, að heima sé best. Á dögunum lét utanríkisráðherra þjóðarinnar hafa eftir sér í viðtali að hann hefði ungur myndað sér skoðun á Evrópusambandinu. Dæmið um ástarsöngvana sýnir náttúrulega að það kann ekki góðri lukku að stýra. Hver veit hvaða skagfirskar draugasögur aðrar eru á sveimi í þjóðarsálinni og ráða ákvarðanatöku sem hefði betur verið byggð á staðreyndum og ígrundaðri rannsókn. Staðhæfing félaga míns í göngutúrnum góða í æsku er líka dæmi um algenga orðræðu unglinga. Fullyrðingarnar eru látnar fjúka. Allir eru í kappi við að gera sig gildandi. Unglingarökfræði er nefnilega líka áberandi í opinberri umræðu þessa dagana. Foreldrar þekkja hvernig sum börn, eftir að hafa misstigið sig, eða til að fá sitt fram, vilja láta eina synd afsaka aðra. Eða rjúka í að tala um óréttlæti, alls óskylt málefninu sem til umræðu er hverju sinni. Pólitísk umræða á plani morfískrar pissukeppni er lítt áhugaverð og hætt við að seint verði komist að einhverri skynsamlegri niðurstöðu. Tími er kominn til að draga sig upp úr unglingastiginu, svona að minnsta kosti hvað ráðamenn varðar, og skrúfa niður illa ígrundaðan fullyrðingaflauminn og útúrsnúningana. Loforð er loforð og bara kjánalegt að snúa út úr. (Til dæmis með því að skemma þjóðaratkvæðagreiðslu með spurningunni: Á að hætta við eða gera hlé?).
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun