Til að auka á upplifun gesta hefur grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hannað hreyfimyndir sem sýndar verða meðan á tónleikunum stendur. Ólöf Erla hefur hlotið ýmsar viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir draumkennda og ævintýralega grafík sína.
Saman munu þau sjá til þess að gestirnir upplifi tilfinningaríka stund þegar lög eins og Hærra minn guð til þín, Heyr mína bæn, Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn og Ave Maria verða flutt af Friðriki Ómari og félögum. Tónleikaferð Friðriks Ómars um kirkjur landsins hefst í Grafarvogskirkju í kvöld klukkan 20.30 og er miðasala við innganginn.
Tónleikadagsetningar:
20.mars: Grafarvogskirkja
26. Mars: Keflavíkurkirkja
27.mars: Hafnarfjarðarkirkja
2. apríl: Laugarneskirkja
3. apríl: Lágafellskirkja
8. apríl: Blönduóskirkja
9. apríl: Siglufjarðarkirkja
10. apríl: Dalvíkurkirkja
11. apríl: Húsavíkurkirkja
12. apríl: Vopnafjarðarkirkja (kl.16:00)
12. apríl: Þórshafnarkirkja
13. apríl: Norðfjarðarkirkja
14. apríl: Seyðisfjarðarkirkja
16. apríl: Hafnarkirkja