Meðal mynda sem sýndar eru á hátíðinni er margverðlaunaða, danska myndin Antboy, Benjamín dúfa, Skýjahöllin og ýmsar erlendar og íslenskar stuttmyndir.
Um Antboy
Hinn tólf ára gamli Palli er bitinn af maur og öðlast við það ofurhetjukrafta. Með hjálp vinar síns Vilhjálms lærir hann að beita þessum kröftum. Eins og í sannri ofurhetjumynd líður ekki á löngu þar til illmennið Flóin stígur fram á sjónarsviðið og hefst þá barátta góðs og ills fyrir alvöru. Myndin var valin besta barna- og unglingamyndin á Robert-verðlaunahátíðinni í Danmörku árið 2014 og var einnig tilnefnd sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn.