Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma.
„Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina.
Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp.
„Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“
Aðsóknarmestu myndir Svía:
1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.589
2.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.725
3.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.791
4.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.776
5.Utvandrarna (1971) – 1.585.042
6.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.405
7.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.958
8. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.347
9. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.619
10. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982