Þar ætlar Snorri að gefa fólk kost á að spyrjast fyrir verk hans en hann er með sýningu í gallerýinu þar sem nefnist I am so funny en sýningin er tuttugasta og fimmta einkasýningin sem Snorri hefur haldið undanfarin ár.
„Ég geri ráð fyrir að þetta listmannsspjall verði einstaklega skemmtilegt því ég er mjög fyndinn og skemmtilegur maður,“ segir Snorri spurður út í spjallið.
Nafn sýningarinnar einmitt dregið af persónuleika Snorra sem þykir einkar skemmtilegur maður.
„Menn hafa komið að mér hlæjandi, þar sem ég er í einrúmi og skellihlæ af sjálfum mér. Ég er svo ánægður með lífið og það endurspeglast í list minni,“ útskýrir Snorri.
Snorri er þekktur fyrir ýmis uppátæki þar sem hann ögrar og stríðir ríkjandi gildum.
„Ég er krónískur óþekktarormur,“ bætir Snorri við.
Listmannsspjallið hefst klukkan 15.00 í Týsgallerýi sem stendur við Týsgötu 3.
