Tollverndaðir vinnustaðir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. mars 2014 00:00 Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að 76 prósenta verndartollur væri lagður á innfluttar franskar kartöflur, að því er virðist til að vernda einn innlendan framleiðanda sem annar um fimm prósentum af innanlandseftirspurn – að hluta til með útlendu hráefni. Í gær sögðum við svo frá því að sömuleiðis eru lagðir ofurtollar á innflutt kartöflusnakk. Nasl sem er búið til úr kartöflum ber 59 prósenta toll, en sé það framleitt úr kartöflumjöli er tollurinn „ekki nema“ 42 prósent. Til samanburðar er snakk framleitt úr korni tollfrjálst ef það kemur frá öðrum EES-ríkjum en ber 20 prósenta toll ef það kemur frá öðrum löndum. Þetta er enn eitt dæmið um að landbúnaðarstefnan – því að þetta er partur af henni – er á stórum köflum í algjöru rugli. Líkast til eru rökin fyrir því að hafa miklu hærri tolla á kartöflusnakkinu en snakki unnu úr maís eða korni þau að á Íslandi eru ræktaðar kartöflur, en maís- og kornræktin er hverfandi. Þannig að ofurtollarnir eru þá hugsaðir til að vernda innlenda kartöflurækt. Þegar málið er skoðað, kemur hins vegar í ljós að íslenzku snakkfyrirtækin tvö nota engar íslenzkar kartöflur í framleiðslu sína. Þau flytja hráefnið inn. Niðurstaðan af tollverndinni er þess vegna ekki sú að verið sé að verja kartöflubændur fyrir útlendri samkeppni – sem er nógu hæpið út af fyrir sig. Það er verið að vernda tvo frekar fámenna vinnustaði í iðnaði fyrir erlendri samkeppni. Erfitt er að láta sér detta í hug rökin fyrir því fyrirkomulagi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að fyrirtæki sem flytja inn snakk í samkeppni við innlenda naslið séu sum hver orðin efins um lögmæti gjaldtöku, sem verndar svona þrönga sérhagsmuni. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður sem er að skoða málið fyrir hönd nokkurra fyrirtækja, segir að markmiðið með tollunum virðist vera að vernda verksmiðjuframleiðslu á kartöflusnakki úr útlendu hráefni. „Enginn munur er hins vegar á kartöflu- og kornsnakki í þeim skilningi að hvorugt er framleitt úr íslenskum landbúnaðarafurðum. Er því vandséð hvað réttlætir þennan gífurlega mun annað en að vernda einstök fyrirtæki,“ segir hún. Það verður fróðlegt að sjá hvort talsmenn kerfisins færa fram einhver rök fyrir þessari gjaldheimtu og þá hver þau eru. Í fyrra borguðu íslenzkir neytendur 145 milljónir króna í snakktolla. Þetta mál snýst alls ekki fyrst og fremst um vernd íslenzks landbúnaðar, heldur hag neytenda. Eins og venjulega vekur það furðu að þegar bent er á vitleysuna í kerfinu skuli enginn baráttumaður fyrir hagsmunum neytenda gefa sig fram á Alþingi eða jafnvel í stjórnarráðinu og leitast við að leiðrétta ruglið, heldur stefni í að dómsmál þurfi til. Hin pólitíska samstaða um handónýtt kerfi er einkennilega víðtæk og rótgróin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að 76 prósenta verndartollur væri lagður á innfluttar franskar kartöflur, að því er virðist til að vernda einn innlendan framleiðanda sem annar um fimm prósentum af innanlandseftirspurn – að hluta til með útlendu hráefni. Í gær sögðum við svo frá því að sömuleiðis eru lagðir ofurtollar á innflutt kartöflusnakk. Nasl sem er búið til úr kartöflum ber 59 prósenta toll, en sé það framleitt úr kartöflumjöli er tollurinn „ekki nema“ 42 prósent. Til samanburðar er snakk framleitt úr korni tollfrjálst ef það kemur frá öðrum EES-ríkjum en ber 20 prósenta toll ef það kemur frá öðrum löndum. Þetta er enn eitt dæmið um að landbúnaðarstefnan – því að þetta er partur af henni – er á stórum köflum í algjöru rugli. Líkast til eru rökin fyrir því að hafa miklu hærri tolla á kartöflusnakkinu en snakki unnu úr maís eða korni þau að á Íslandi eru ræktaðar kartöflur, en maís- og kornræktin er hverfandi. Þannig að ofurtollarnir eru þá hugsaðir til að vernda innlenda kartöflurækt. Þegar málið er skoðað, kemur hins vegar í ljós að íslenzku snakkfyrirtækin tvö nota engar íslenzkar kartöflur í framleiðslu sína. Þau flytja hráefnið inn. Niðurstaðan af tollverndinni er þess vegna ekki sú að verið sé að verja kartöflubændur fyrir útlendri samkeppni – sem er nógu hæpið út af fyrir sig. Það er verið að vernda tvo frekar fámenna vinnustaði í iðnaði fyrir erlendri samkeppni. Erfitt er að láta sér detta í hug rökin fyrir því fyrirkomulagi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að fyrirtæki sem flytja inn snakk í samkeppni við innlenda naslið séu sum hver orðin efins um lögmæti gjaldtöku, sem verndar svona þrönga sérhagsmuni. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður sem er að skoða málið fyrir hönd nokkurra fyrirtækja, segir að markmiðið með tollunum virðist vera að vernda verksmiðjuframleiðslu á kartöflusnakki úr útlendu hráefni. „Enginn munur er hins vegar á kartöflu- og kornsnakki í þeim skilningi að hvorugt er framleitt úr íslenskum landbúnaðarafurðum. Er því vandséð hvað réttlætir þennan gífurlega mun annað en að vernda einstök fyrirtæki,“ segir hún. Það verður fróðlegt að sjá hvort talsmenn kerfisins færa fram einhver rök fyrir þessari gjaldheimtu og þá hver þau eru. Í fyrra borguðu íslenzkir neytendur 145 milljónir króna í snakktolla. Þetta mál snýst alls ekki fyrst og fremst um vernd íslenzks landbúnaðar, heldur hag neytenda. Eins og venjulega vekur það furðu að þegar bent er á vitleysuna í kerfinu skuli enginn baráttumaður fyrir hagsmunum neytenda gefa sig fram á Alþingi eða jafnvel í stjórnarráðinu og leitast við að leiðrétta ruglið, heldur stefni í að dómsmál þurfi til. Hin pólitíska samstaða um handónýtt kerfi er einkennilega víðtæk og rótgróin.