Ekki er komin dagsetning á hvenær framhaldsmyndin lítur dagsins ljós. Ridley Scott leikstýrði þeirri fyrstu en óljóst er hvort hann mun setjast aftur í leikstjórastólinn. Rétt eftir að fyrsta myndin var frumsýnd tilkynnti hann að Prometheus yrði þríleikur.
Noomi Rapace, Michael Fassbender, Guy Pearce, Idris Elba og Charlize Theron léku aðalhlutverkin í Prometheus en hún halaði inn rúmlega þrjú hundruð milljónir dollara á heimsvísu þegar hún var í bíó, 36,5 milljarða króna.
Prometheus var að hluta til tekin upp hér á landi en tökur fóru fram í júlí árið 2011 við rætur Heklu. Íslenskt landslag gegndi veigamiklu hlutverki í myndinni og þótti tæknileg vinnsla kvikmyndarinnar skara fram úr.