Kom sjálfri sér á óvart Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 10:00 mynd/stefán „Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“ Ísland Got Talent Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
„Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“
Ísland Got Talent Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira