Ljóðin bjarga lífi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. apríl 2014 14:00 Ásdís Óladóttir: "Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ „Ég er mjög íhaldssöm hvað það varðar og fer ekkert út fyrir ljóðið. Það er minn staður,“ segir Ásdís Óladóttir sem í dag sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, Innri rödd úr annars höfði. Ásdís hefur skrifað ljóð síðan hún var átján ára og segist lítið hafa reynt við önnur form, það hafi ekki heillað hana. „Mér líkar langbest við ljóðið,“ segir hún. „Þetta knappa form þar sem hægt er að segja mikið í fáum orðum.“ Í bókinni er að finna 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. „Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og það má eiginlega segja að ljóðin hafi bjargað mér í gegnum þá glímu. Þau hafa verið haldreipi mitt í lífinu. Ég gat ekki lesið í nokkur ár sökum radda í höfðinu og varð að skrifa mig út úr því ástandi. Að skrifa ljóðin gaf mér tilgang í lífinu. Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Ásdís segist alltaf hafa verið opin hvað varðar sjúkdóminn, enda finnist henni erfiðara að þegja um hann heldur en tala. Hún segist auðvitað hafa orðið vör við fordóma, en þeir séu þó á undanhaldi. „Mér finnst ég heldur ekkert hafa að fela og þetta er alvarlegur sjúkdómur sem oft hefur verið reynt að þagga umræðu um og það finnst mér ekki rétt. En þetta er sem betur fer að breytast. Velgengni Engla alheimsins hefur opnað augu margra, sem er gott, þótt sú mynd af sjúkdómnum sem þar er dregin upp sé mjög röng í dag. Meðhöndlun hans var mjög lítil í þá daga, en þetta hefur gjörbreyst með nýjum lyfjum. Í dag getur fólk lifað tiltölulega eðlilegu lífi þrátt fyrir geðklofa. Þetta er ekkert vandamál fyrir mig núorðið, en mér finnst samt ástæða til að tala opið og hreinskilnislega um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur.“ Útgáfu bókarinnar, Innri rödd úr annars höfði, verður fagnað í Iðu-Zimsen klukkan 17 í dag og Ásdís segir alla velkomna. Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Ég er mjög íhaldssöm hvað það varðar og fer ekkert út fyrir ljóðið. Það er minn staður,“ segir Ásdís Óladóttir sem í dag sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, Innri rödd úr annars höfði. Ásdís hefur skrifað ljóð síðan hún var átján ára og segist lítið hafa reynt við önnur form, það hafi ekki heillað hana. „Mér líkar langbest við ljóðið,“ segir hún. „Þetta knappa form þar sem hægt er að segja mikið í fáum orðum.“ Í bókinni er að finna 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. „Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og það má eiginlega segja að ljóðin hafi bjargað mér í gegnum þá glímu. Þau hafa verið haldreipi mitt í lífinu. Ég gat ekki lesið í nokkur ár sökum radda í höfðinu og varð að skrifa mig út úr því ástandi. Að skrifa ljóðin gaf mér tilgang í lífinu. Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Ásdís segist alltaf hafa verið opin hvað varðar sjúkdóminn, enda finnist henni erfiðara að þegja um hann heldur en tala. Hún segist auðvitað hafa orðið vör við fordóma, en þeir séu þó á undanhaldi. „Mér finnst ég heldur ekkert hafa að fela og þetta er alvarlegur sjúkdómur sem oft hefur verið reynt að þagga umræðu um og það finnst mér ekki rétt. En þetta er sem betur fer að breytast. Velgengni Engla alheimsins hefur opnað augu margra, sem er gott, þótt sú mynd af sjúkdómnum sem þar er dregin upp sé mjög röng í dag. Meðhöndlun hans var mjög lítil í þá daga, en þetta hefur gjörbreyst með nýjum lyfjum. Í dag getur fólk lifað tiltölulega eðlilegu lífi þrátt fyrir geðklofa. Þetta er ekkert vandamál fyrir mig núorðið, en mér finnst samt ástæða til að tala opið og hreinskilnislega um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur.“ Útgáfu bókarinnar, Innri rödd úr annars höfði, verður fagnað í Iðu-Zimsen klukkan 17 í dag og Ásdís segir alla velkomna.
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira