Glímir við fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 11:30 Chris Evans snýr aftur sem Captain America. Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í henni þarf Captain America, sem heitir réttu nafni Steve Rogers, að snúa aftur til starfa til að kljást við sinn öflugasta andstæðing til þessa – The Winter Soldier, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna.Sebastian Stan túlkar The Winter Soldier, eða Vetrarhermanninn, og undirbjó sig vel fyrir hlutverkið. Hann æfði stíft í fimm mánuði og sökkti sér í sögubækurnar. „Ég dembdi mér í sögu kalda stríðsins, ég kannaði KGB. Ég horfði á alls kyns njósnamyndir og heimildarmyndir um þennan tíma og um hvað hann snerist,“ segir Sebastian. Nýja myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var árið 2011. Leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverki kafteinsins og á móti honum leikur kynbomban Scarlett Johansson. Þau skrifuðu mörg af samtölunum sín á milli í myndinni en áður en tökur hófust höfðu þau unnið að þremur myndum saman – The Perfect Score árið 2004, The Nanny Diaries árið 2007 og The Avengers árið 2012. Jálkurinn Robert Redford leikur einnig í myndinni en hann vildi ólmur taka hlutverkið að sér því afabörnin hans eru aðdáendur Marvel-myndasagnanna og Captain America er eins og margir vita úr myndasögunum. Myndinni var afar vel tekið á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum og skilaði áttatíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, rúmum níu milljörðum króna. Utan Bandaríkjanna þénaði hún 75,2 milljónir dollara fyrstu vikuna, tæplega átta og hálfan milljarð króna. Í öðrum hlutverkum eru Frank Grillo, Samuel L. Jackson, Anthony Mackie og Dominic Cooper. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndin Captain America: The Winter Soldier verður frumsýnd á Íslandi á morgun, föstudag. Í henni þarf Captain America, sem heitir réttu nafni Steve Rogers, að snúa aftur til starfa til að kljást við sinn öflugasta andstæðing til þessa – The Winter Soldier, fyrrverandi útsendara Sovétríkjanna.Sebastian Stan túlkar The Winter Soldier, eða Vetrarhermanninn, og undirbjó sig vel fyrir hlutverkið. Hann æfði stíft í fimm mánuði og sökkti sér í sögubækurnar. „Ég dembdi mér í sögu kalda stríðsins, ég kannaði KGB. Ég horfði á alls kyns njósnamyndir og heimildarmyndir um þennan tíma og um hvað hann snerist,“ segir Sebastian. Nýja myndin gerist tveimur árum eftir atburðina í fyrri myndinni, Captain America: The First Avenger, sem frumsýnd var árið 2011. Leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverki kafteinsins og á móti honum leikur kynbomban Scarlett Johansson. Þau skrifuðu mörg af samtölunum sín á milli í myndinni en áður en tökur hófust höfðu þau unnið að þremur myndum saman – The Perfect Score árið 2004, The Nanny Diaries árið 2007 og The Avengers árið 2012. Jálkurinn Robert Redford leikur einnig í myndinni en hann vildi ólmur taka hlutverkið að sér því afabörnin hans eru aðdáendur Marvel-myndasagnanna og Captain America er eins og margir vita úr myndasögunum. Myndinni var afar vel tekið á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum og skilaði áttatíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, rúmum níu milljörðum króna. Utan Bandaríkjanna þénaði hún 75,2 milljónir dollara fyrstu vikuna, tæplega átta og hálfan milljarð króna. Í öðrum hlutverkum eru Frank Grillo, Samuel L. Jackson, Anthony Mackie og Dominic Cooper.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira