Austurríkismenn riðu út með Einari Bollasyni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Aron Kristjánsson og Patrekur eru fyrrverandi landsliðsfélagar. Vísir/Valli Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira