Austurríkismenn riðu út með Einari Bollasyni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Aron Kristjánsson og Patrekur eru fyrrverandi landsliðsfélagar. Vísir/Valli Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira
Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Sjá meira