Íslenska kvennalandsliðið komst klakklaust á leiðarenda eftir langt ferðalag til Ísraels í vikunni en stelpurnar mæta Ísraelum í undankeppni HM 2015 klukkan 17.30 í dag.
Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni og getur liðið skotist upp í annað sæti riðilsins með sigri.
„Leikmenn hafa verið að ná úr sér mestu ferðaþreytunni en nú eru allir frískir fyrir leikinn,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fréttablaðið í gær.
„Það hefur komið á óvart hversu góðar aðstæðurnar eru. Við æfðum á velli í morgun sem er líklega sá besti sem ég hef stigið fæti á og þá er vel hugsað um okkur að öllu leyti,“ bætti hann við.
Ísland er talsvert hærra skrifað en lið Ísraels en Freyr varar við vanmati. „Við göngum í þetta verkefni með það fyrir augum að vinna þennan leik. Það verður ekki auðvelt enda liðið með sex stig í riðlinum og hefur ýmislegt fram að færa,“ segir Freyr.
„Við þurfum að nálgast leikinn með virðingu fyrir andstæðingnum. En ég trúi því að ef við höldum einbeitingu allan leikinn og höfum trú á okkar eigin getu þá munum við klára þetta verkefni.“
Stelpurnar mæta næst Möltu ytra á fimmtudaginn.
Við ætlum að vinna þennan leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United
Enski boltinn


„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir”
Íslenski boltinn

Andrea Rán semur við FH
Íslenski boltinn

Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna
Íslenski boltinn

