Upplitað rósótt sófasett Berglind Pétursdóttir skrifar 7. apríl 2014 10:00 Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Það er nú samt einu sinni þannig með sumarbústaði, svipað og með mannfólkið, að það merkilegasta við þessi fyrirbæri er innvolsið. Sumarbústaðahúsgögn eru ótrúlegur menningararfur. Upplitaður viður með hræðilegum bólstruðum sessum og samtíningur af styttum og vösum sem enginn vildi úr síðustu dánarbúum. Sófinner alltaf ákveðinn hornsteinn í ósamstæðunni, hornsófi með huggulegu blómamynstri hvurs litapalletta má muna sinn fífil fegurri. Gardínur á stærðarinnar gardínuhringjum, ekki alveg með sama blómamynstri og sófinn, og ljótir pífukoddar með abstrakt grábleiku munstri. Svo er náttúrulega mjög extravagant blúndugardína inni á baðherbergi, sem er vissulega þakklát uppbót fyrir ískalda klósettsetuna. En samt, súkkulaðirúsínur í hillu, fermingarfranskar á borði, snjáður lúdókassi, kilja úr Ódýra pakkanum, spilastokkur – svo kámugur að það stafar sjúkdómahætta af því að taka Ólsen – hálfslítra bjórdós á heitapottsbríkinni, grilluð kótiletta í annarri og Æðibitakassi í hinni. Húsflugufjöldagrafir hér og þar. Mmm. Þaðer nefnilega þannig að þegar það er búið að rölta um á gólfinu í ullarsokkum í svona hálftíma er allt orðið svo skrambi kósí og það er eins og maður hafi aldrei verið í öðruvísi umhverfi. Þegar maður breiðir svo yfir sig þynnildið úr Rúmfatalagernum að kvöldlagi er notalegt að hlusta á suð flugna og lóupíp úti í móa, og hlakka til kraftleysisins sem sturtan mun bjóða upp á daginn eftir. Hiðherrans ár 2007 gerðist ég svo fræg að komast eina helgi í lúdókassalausan sumarbústað í eigu ónefnds hverfisbanka þar sem veggirnir voru úr gleri, sófarnir úr leðri, sturtur og fataskápar á stærð við íbúðina mína, bakarofninn rúmaði þrjá kalkúna og ísskápurinn var með tölvuskjá. Og vitiði hvað? Það var bara ekkert eins og að vera í sumarbústað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun
Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Það er nú samt einu sinni þannig með sumarbústaði, svipað og með mannfólkið, að það merkilegasta við þessi fyrirbæri er innvolsið. Sumarbústaðahúsgögn eru ótrúlegur menningararfur. Upplitaður viður með hræðilegum bólstruðum sessum og samtíningur af styttum og vösum sem enginn vildi úr síðustu dánarbúum. Sófinner alltaf ákveðinn hornsteinn í ósamstæðunni, hornsófi með huggulegu blómamynstri hvurs litapalletta má muna sinn fífil fegurri. Gardínur á stærðarinnar gardínuhringjum, ekki alveg með sama blómamynstri og sófinn, og ljótir pífukoddar með abstrakt grábleiku munstri. Svo er náttúrulega mjög extravagant blúndugardína inni á baðherbergi, sem er vissulega þakklát uppbót fyrir ískalda klósettsetuna. En samt, súkkulaðirúsínur í hillu, fermingarfranskar á borði, snjáður lúdókassi, kilja úr Ódýra pakkanum, spilastokkur – svo kámugur að það stafar sjúkdómahætta af því að taka Ólsen – hálfslítra bjórdós á heitapottsbríkinni, grilluð kótiletta í annarri og Æðibitakassi í hinni. Húsflugufjöldagrafir hér og þar. Mmm. Þaðer nefnilega þannig að þegar það er búið að rölta um á gólfinu í ullarsokkum í svona hálftíma er allt orðið svo skrambi kósí og það er eins og maður hafi aldrei verið í öðruvísi umhverfi. Þegar maður breiðir svo yfir sig þynnildið úr Rúmfatalagernum að kvöldlagi er notalegt að hlusta á suð flugna og lóupíp úti í móa, og hlakka til kraftleysisins sem sturtan mun bjóða upp á daginn eftir. Hiðherrans ár 2007 gerðist ég svo fræg að komast eina helgi í lúdókassalausan sumarbústað í eigu ónefnds hverfisbanka þar sem veggirnir voru úr gleri, sófarnir úr leðri, sturtur og fataskápar á stærð við íbúðina mína, bakarofninn rúmaði þrjá kalkúna og ísskápurinn var með tölvuskjá. Og vitiði hvað? Það var bara ekkert eins og að vera í sumarbústað.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun