Ekkert vit í að slíta Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. apríl 2014 07:00 Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands fyrir samtök á vinnumarkaði er mikilvægt innlegg í umræðuna um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Nálgunin í skýrslunni er ólík þeirri sem var notuð í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ríkisstjórnina, enda verkefninu stillt upp með öðrum hætti. Almennt er tónninn í þessari skýrslu jákvæðari hvað varðar möguleika Íslands á að ná hagfelldum samningi við ESB. Skýrsluhöfundar eru enn fundvísari á fordæmi og hugmyndir um hvernig megi finna lausnir á erfiðu málunum, til dæmis í sjávarútvegi og landbúnaði, þótt þeir dragi líka vel fram ásteytingarsteinana. Í skýrslunni er að finna efnislega umfjöllun sem ekki var í skýrslu Hagfræðistofnunar, um ávinning Íslands af því að ná samningi við ESB og taka upp evru. Alþjóðamálastofnun bendir á að með því fengist stuðningur ESB við afnám fjármagnshafta, að ekki þyrfti að taka nema 2-3 ár að undirbúa upptöku evru eftir að aðildarsamningur hefði tekið gildi og að nýjum gjaldmiðli fylgdi „gríðarlegur velferðarábati“. Niðurstöðurnar um gang viðræðnanna ganga þvert á þær ályktanir sem sumir drógu af skýrslu Hagfræðistofnunar; að þær hefðu gengið illa og dregizt úr hömlu. Í þessari skýrslu segir þvert á móti að þann tíma sem viðræðurnar stóðu hafi þær gengið vel. Stofnunin bendir á að Ísland hafi þegar samið um sérlausnir, undanþágur og aðlögunarfresti. Það staðfestir að viðræðurnar við ESB séu raunverulegar samningaviðræður, en ekki bara „aðlögunarviðræður“ þar sem Ísland samþykki allar kröfur ESB umyrðalaust, eins og haldið hefur verið fram. Í umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar lýstu ýmsir þeirri einkennilegu skoðun að í aðildarviðræðunum hefði átt að láta reyna á erfiðustu málin fyrst. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar er bent á það augljósa; að í samningaviðræðum er almennt byrjað á að semja um það sem samhljómur er um, en „sérlausnir, eftirgjafir og málamiðlanir eiga sér stað á lokadögum samninganna“. Þannig hefur það verið í öllum viðræðum um aðild nýrra ríkja að ESB hingað til. Nákvæmlega hvaða lausnir finnast, kemur ekki í ljós nema viðræðunum sé lokið. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar er því ekki að finna nein rök fyrir því að slíta aðildarviðræðunum, ekki fremur en í skýrslu Hagfræðistofnunar. Þar eru hins vegar sett fram varnaðarorð gegn þeirri leið sem ríkisstjórnin hyggst fara með þingsályktunartillögu sinni um afturköllun aðildarumsóknarinnar. Stofnunin bendir annars vegar á að auðvelt sé að taka aðildarviðræðurnar upp þar sem frá var horfið, svo fremi að umsóknin verði ekki dregin til baka. Skýrsluhöfundar telja, þvert á það sem stjórnvöld hafa sagt, að ekkert reki á eftir Íslendingum að taka ákvarðanir um framhald viðræðna. Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið hins vegar á byrjunarreit og sú vinna sem lögð hefur verið í það ónýttist. Hins vegar bendir Alþjóðamálastofnun á að það sé Íslandi í hag að halda stöðu sinni sem umsóknarríki af því að það veiti meiri áhrif á ákvarðanatöku um EES-reglur. Utanríkismálanefnd Alþingis hlýtur að taka skýrslu Alþjóðamálastofnunar til rækilegrar skoðunar þegar hún fjallar um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit. Af lestri skýrslunnar má þeim sem vilja kynna sér málið vera enn ljósara en áður að út frá hagsmunum Íslands er ekkert vit í að ætla að slíta viðræðunum og afturkalla aðildarumsóknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands fyrir samtök á vinnumarkaði er mikilvægt innlegg í umræðuna um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Nálgunin í skýrslunni er ólík þeirri sem var notuð í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ríkisstjórnina, enda verkefninu stillt upp með öðrum hætti. Almennt er tónninn í þessari skýrslu jákvæðari hvað varðar möguleika Íslands á að ná hagfelldum samningi við ESB. Skýrsluhöfundar eru enn fundvísari á fordæmi og hugmyndir um hvernig megi finna lausnir á erfiðu málunum, til dæmis í sjávarútvegi og landbúnaði, þótt þeir dragi líka vel fram ásteytingarsteinana. Í skýrslunni er að finna efnislega umfjöllun sem ekki var í skýrslu Hagfræðistofnunar, um ávinning Íslands af því að ná samningi við ESB og taka upp evru. Alþjóðamálastofnun bendir á að með því fengist stuðningur ESB við afnám fjármagnshafta, að ekki þyrfti að taka nema 2-3 ár að undirbúa upptöku evru eftir að aðildarsamningur hefði tekið gildi og að nýjum gjaldmiðli fylgdi „gríðarlegur velferðarábati“. Niðurstöðurnar um gang viðræðnanna ganga þvert á þær ályktanir sem sumir drógu af skýrslu Hagfræðistofnunar; að þær hefðu gengið illa og dregizt úr hömlu. Í þessari skýrslu segir þvert á móti að þann tíma sem viðræðurnar stóðu hafi þær gengið vel. Stofnunin bendir á að Ísland hafi þegar samið um sérlausnir, undanþágur og aðlögunarfresti. Það staðfestir að viðræðurnar við ESB séu raunverulegar samningaviðræður, en ekki bara „aðlögunarviðræður“ þar sem Ísland samþykki allar kröfur ESB umyrðalaust, eins og haldið hefur verið fram. Í umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar lýstu ýmsir þeirri einkennilegu skoðun að í aðildarviðræðunum hefði átt að láta reyna á erfiðustu málin fyrst. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar er bent á það augljósa; að í samningaviðræðum er almennt byrjað á að semja um það sem samhljómur er um, en „sérlausnir, eftirgjafir og málamiðlanir eiga sér stað á lokadögum samninganna“. Þannig hefur það verið í öllum viðræðum um aðild nýrra ríkja að ESB hingað til. Nákvæmlega hvaða lausnir finnast, kemur ekki í ljós nema viðræðunum sé lokið. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar er því ekki að finna nein rök fyrir því að slíta aðildarviðræðunum, ekki fremur en í skýrslu Hagfræðistofnunar. Þar eru hins vegar sett fram varnaðarorð gegn þeirri leið sem ríkisstjórnin hyggst fara með þingsályktunartillögu sinni um afturköllun aðildarumsóknarinnar. Stofnunin bendir annars vegar á að auðvelt sé að taka aðildarviðræðurnar upp þar sem frá var horfið, svo fremi að umsóknin verði ekki dregin til baka. Skýrsluhöfundar telja, þvert á það sem stjórnvöld hafa sagt, að ekkert reki á eftir Íslendingum að taka ákvarðanir um framhald viðræðna. Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið hins vegar á byrjunarreit og sú vinna sem lögð hefur verið í það ónýttist. Hins vegar bendir Alþjóðamálastofnun á að það sé Íslandi í hag að halda stöðu sinni sem umsóknarríki af því að það veiti meiri áhrif á ákvarðanatöku um EES-reglur. Utanríkismálanefnd Alþingis hlýtur að taka skýrslu Alþjóðamálastofnunar til rækilegrar skoðunar þegar hún fjallar um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit. Af lestri skýrslunnar má þeim sem vilja kynna sér málið vera enn ljósara en áður að út frá hagsmunum Íslands er ekkert vit í að ætla að slíta viðræðunum og afturkalla aðildarumsóknina.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun