Alltaf unun að hlýða á upprunaleg hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 15:00 "Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum,“ segir Benedikt sem er líka að syngja hlutverk guðspjallamannsins í Berlín um þessar mundir, en þar með ballettdönsurum. Fréttablaðið/GVA „Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“ Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“
Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira