Ekki rétt að engin endurmenntun sé í gangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 06:00 Tinna Helgadóttir gagnrýndi uppeldisstarfið. Vísir/Daníel „Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir. Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
„Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir.
Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30