Forsendubrestur óbættur Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2014 07:00 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar