Eiga sparisjóðirnir sér framtíð? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. apríl 2014 07:00 Rannsóknarnefnd Alþingis, sem skilað hefur skýrslu um fall sparisjóðanna, er varkárari í ályktunum sínum og yfirlýsingum en fyrri rannsóknarnefndir. Af skýrslu hennar má þó ráða að víða var pottur brotinn í starfsemi sparisjóðanna fyrir hrun. Stjórnendur og stofnfjáreigendur sjóðanna misstu sjónar á upphaflegum samfélagslegum markmiðum þeirra og vildu vera með í leiknum sem stóru strákarnir í viðskiptabönkunum léku. Margt fór á sömu leið og í bönkunum; stjórnendur fengu ofurlaun, útlánastefnan varð áhættusæknari og græðgin virðist hafa náð tökum á mörgum. Rannsóknarnefndin telur þannig að lög hafi verið brotin með of háum arðgreiðslum sparisjóðanna; jafnvel hafi verið greitt meira út en sem nam hagnaði viðkomandi rekstrarárs. Þannig hafi beinlínis verið gengið á varasjóðinn. Sparisjóðirnir hafi spilað á reglurnar með því að hækka stofnfé í lok árs, sem hafi ekki dregið úr arðsemi, en gefið háa arðgreiðslu til stofnfjáreigendanna. „Enginn hafði að lögum eftirlitsskyldu með arðgreiðslum sparisjóðanna. Þegar yfirverðsvæntingar og arðsvonir stofnfjáreigenda voru komnar í algleyming var ugglaust erfitt að standa gegn kröfum þeirra um háan arð,“ segir í skýrslunni. Þetta er alveg prýðilegt dæmi um að eigendur og stjórnendur sparisjóðanna voru dottnir úr sambandi við upphaflegt hlutverk þeirra. Í ýmsum tilvikum kann að hafa verið um refsiverða háttsemi að ræða í starfsemi sparisjóðanna; þannig tilkynnti nefndin 21 mál til saksóknara, sem sum hver hafa ekki ratað á hans borð áður. Fall sparisjóðanna hefur þegar kostað skattgreiðendur um 30 milljarða króna og gæti átt eftir að kosta allt að 300 milljörðum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst fálmkenndri viðleitni stjórnvalda eftir hrun til að bjarga sparisjóðunum. Sumar þeirra ákvarðana, eins og um dýra endurreisn Sparisjóðsins í Keflavík, má draga mjög í efa að hafi verið réttar. Þegar sparisjóðaskýrslan var rædd á Alþingi í gær kom fram það sjónarmið, bæði af hálfu stjórnar og stjórnarandstöðu, að það gengi ekki að sparisjóðirnir gætu ekki starfað sjálfstætt og án hjálpar frá ríkinu. Illugi Gunnarsson, staðgengill fjármálaráðherra í umræðunni, benti á að ættu sparisjóðirnir að fá að taka við innlánum frá almenningi yrðu þeir að lúta sama regluverki og aðrar fjármálastofnanir. Af samkeppnisástæðum og reglum um ríkisaðstoð, sem Ísland er bundið af, gengi heldur ekki að þeir nytu fyrirgreiðslu sem aðrar fjármálastofnanir gerðu ekki. Alþingi verður að nýta vel þá fjárfestingu sem liggur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skoða framtíð sparisjóðanna frá öllum hliðum. Hugsanlega verðum við að horfast í augu við að mistökin sem gerð voru upp úr síðustu aldamótum í rekstri sparisjóðanna hafi einfaldlega gengið af merkilegri hreyfingu og farsælli sögu dauðri. Þá er eftir það verkefni að skoða hvernig ná megi markmiðum sparisjóðanna með öðrum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Rannsóknarnefnd Alþingis, sem skilað hefur skýrslu um fall sparisjóðanna, er varkárari í ályktunum sínum og yfirlýsingum en fyrri rannsóknarnefndir. Af skýrslu hennar má þó ráða að víða var pottur brotinn í starfsemi sparisjóðanna fyrir hrun. Stjórnendur og stofnfjáreigendur sjóðanna misstu sjónar á upphaflegum samfélagslegum markmiðum þeirra og vildu vera með í leiknum sem stóru strákarnir í viðskiptabönkunum léku. Margt fór á sömu leið og í bönkunum; stjórnendur fengu ofurlaun, útlánastefnan varð áhættusæknari og græðgin virðist hafa náð tökum á mörgum. Rannsóknarnefndin telur þannig að lög hafi verið brotin með of háum arðgreiðslum sparisjóðanna; jafnvel hafi verið greitt meira út en sem nam hagnaði viðkomandi rekstrarárs. Þannig hafi beinlínis verið gengið á varasjóðinn. Sparisjóðirnir hafi spilað á reglurnar með því að hækka stofnfé í lok árs, sem hafi ekki dregið úr arðsemi, en gefið háa arðgreiðslu til stofnfjáreigendanna. „Enginn hafði að lögum eftirlitsskyldu með arðgreiðslum sparisjóðanna. Þegar yfirverðsvæntingar og arðsvonir stofnfjáreigenda voru komnar í algleyming var ugglaust erfitt að standa gegn kröfum þeirra um háan arð,“ segir í skýrslunni. Þetta er alveg prýðilegt dæmi um að eigendur og stjórnendur sparisjóðanna voru dottnir úr sambandi við upphaflegt hlutverk þeirra. Í ýmsum tilvikum kann að hafa verið um refsiverða háttsemi að ræða í starfsemi sparisjóðanna; þannig tilkynnti nefndin 21 mál til saksóknara, sem sum hver hafa ekki ratað á hans borð áður. Fall sparisjóðanna hefur þegar kostað skattgreiðendur um 30 milljarða króna og gæti átt eftir að kosta allt að 300 milljörðum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst fálmkenndri viðleitni stjórnvalda eftir hrun til að bjarga sparisjóðunum. Sumar þeirra ákvarðana, eins og um dýra endurreisn Sparisjóðsins í Keflavík, má draga mjög í efa að hafi verið réttar. Þegar sparisjóðaskýrslan var rædd á Alþingi í gær kom fram það sjónarmið, bæði af hálfu stjórnar og stjórnarandstöðu, að það gengi ekki að sparisjóðirnir gætu ekki starfað sjálfstætt og án hjálpar frá ríkinu. Illugi Gunnarsson, staðgengill fjármálaráðherra í umræðunni, benti á að ættu sparisjóðirnir að fá að taka við innlánum frá almenningi yrðu þeir að lúta sama regluverki og aðrar fjármálastofnanir. Af samkeppnisástæðum og reglum um ríkisaðstoð, sem Ísland er bundið af, gengi heldur ekki að þeir nytu fyrirgreiðslu sem aðrar fjármálastofnanir gerðu ekki. Alþingi verður að nýta vel þá fjárfestingu sem liggur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skoða framtíð sparisjóðanna frá öllum hliðum. Hugsanlega verðum við að horfast í augu við að mistökin sem gerð voru upp úr síðustu aldamótum í rekstri sparisjóðanna hafi einfaldlega gengið af merkilegri hreyfingu og farsælli sögu dauðri. Þá er eftir það verkefni að skoða hvernig ná megi markmiðum sparisjóðanna með öðrum hætti.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun