Tólf hljómsveitir leika í hafnfirskum stofum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. apríl 2014 14:30 Kristinn fullyrðir að endurkoma Kátra pilta sé stórviðburður í tónlistarlífinu. Vísir/Valli Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira