Nektarmyndir af stúlkum á fermingaraldri á spjallsíðu Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2014 06:30 Notendur nafngreina stúlkur og greina frá aldri og bæjarfélagi sem þær búa í á spjallsíðunni. vísir/afp Á erlendri spjallsíðu stunda íslenskir karlmenn þá iðju að skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum. Þær yngstu eru á fjórtánda aldursári. Hundruð mynda af íslenskum stúlkum eru komin inn á spjallsíðuna. Erlenda síðan er svokallaður „korkur“, spjallsíða þar sem notandi getur sett inn efni að vild undir umræðu. Fimm mismunandi spjallþræðir hafa verið teknir í gagnið á síðustu sex mánuðum í þeim tilgangi að skiptast á myndum af íslenskum stúlkum.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erlendu síðuna til rannsóknar hjá lögreglu. „Lögreglunni barst tilkynning um síðuna í síðustu viku. Þetta mál er nú til rannsóknar. Reynt verður að fá síðunni lokað á sama hátt og öðrum viðlíka síðum sem hafa skotið upp kollinum á síðustu árum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjallsíða af þessu tagi er til rannsóknar hjá lögreglu.“Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.í 210. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Einnig segir að hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skuli sæta sömu refsingu. „Samkvæmt íslenskum lögum er öll skoðun, varsla og dreifing á efni sem sýnir börn yngri en 18 ára á kynferðislegan hátt ólögleg og er brot á réttindum barnsins. Mikilvægt er að uppræta slíkt efni og koma þolandanum til hjálpar. Það að myndefnið sé skoðað aftur og aftur og sé í dreifingu er í raun síendurtekið ofbeldi gegn þolandanum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Á erlendri spjallsíðu stunda íslenskir karlmenn þá iðju að skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum. Þær yngstu eru á fjórtánda aldursári. Hundruð mynda af íslenskum stúlkum eru komin inn á spjallsíðuna. Erlenda síðan er svokallaður „korkur“, spjallsíða þar sem notandi getur sett inn efni að vild undir umræðu. Fimm mismunandi spjallþræðir hafa verið teknir í gagnið á síðustu sex mánuðum í þeim tilgangi að skiptast á myndum af íslenskum stúlkum.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erlendu síðuna til rannsóknar hjá lögreglu. „Lögreglunni barst tilkynning um síðuna í síðustu viku. Þetta mál er nú til rannsóknar. Reynt verður að fá síðunni lokað á sama hátt og öðrum viðlíka síðum sem hafa skotið upp kollinum á síðustu árum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjallsíða af þessu tagi er til rannsóknar hjá lögreglu.“Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.í 210. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Einnig segir að hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skuli sæta sömu refsingu. „Samkvæmt íslenskum lögum er öll skoðun, varsla og dreifing á efni sem sýnir börn yngri en 18 ára á kynferðislegan hátt ólögleg og er brot á réttindum barnsins. Mikilvægt er að uppræta slíkt efni og koma þolandanum til hjálpar. Það að myndefnið sé skoðað aftur og aftur og sé í dreifingu er í raun síendurtekið ofbeldi gegn þolandanum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent