Franskir greifar verðlauna Bergsvein Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. apríl 2014 12:00 Bersveinn Birgisson. Skáldsaga hans Svar við bréfi Helgu heldur áfram að vekja athygli og hljóta verðlaun erlendis. Vísir/Daníel Skáldsaga Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, hlaut í liðinni viku bókmenntaverðlaun Cercle de l‘union interalliée í Frakklandi. Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, segir þetta virt verðlaun, enda engir meðalmenn sem standa að baki þeim. „Cercle de l'Union interalliée eru samtök franskra greifa og fyrirmenna, sem voru stofnuð árið 1917,“ segir Guðrún. „Nú eru um 3.300 meðlimir í samtökunum, stjórnmálamenn, menntamenn, viðskiptajöfrar og aðrir framámenn í frönsku samfélagi. Samtökin eru til húsa við St. Honoré-götu, eina fínustu götu í París, þar sem tískuhúsin standa í röðum í skjóli Louvre-hallarinnar.“ Samtökin veita árlega bókmenntaverðlaun bókum sem eru annaðhvort skrifaðar á frönsku eða þýddar á frönsku. Í ár fengu tveir höfundar verðlaun: Hinn franski Olivier Bleys fyrir bókina Concerto pour la main morte, og Bergsveinn Birgisson fyrir Svar við bréfi Helgu sem í franskri þýðingu Catherine Eyjólfson nefnist La Lettre à Helga. Guðrún er að vonum ánægð fyrir hönd höfundarins, sem Bjartur gefur út á íslensku. „Það þykir mikill heiður að hljóta verðlaun þessara virtu samtaka, auk þess sem höfundi eru veitt peningaverðlaun. Svona upphefð sá hann Bjarni bóndi ekki fyrir,“ segir hún. Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skáldsaga Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, hlaut í liðinni viku bókmenntaverðlaun Cercle de l‘union interalliée í Frakklandi. Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, segir þetta virt verðlaun, enda engir meðalmenn sem standa að baki þeim. „Cercle de l'Union interalliée eru samtök franskra greifa og fyrirmenna, sem voru stofnuð árið 1917,“ segir Guðrún. „Nú eru um 3.300 meðlimir í samtökunum, stjórnmálamenn, menntamenn, viðskiptajöfrar og aðrir framámenn í frönsku samfélagi. Samtökin eru til húsa við St. Honoré-götu, eina fínustu götu í París, þar sem tískuhúsin standa í röðum í skjóli Louvre-hallarinnar.“ Samtökin veita árlega bókmenntaverðlaun bókum sem eru annaðhvort skrifaðar á frönsku eða þýddar á frönsku. Í ár fengu tveir höfundar verðlaun: Hinn franski Olivier Bleys fyrir bókina Concerto pour la main morte, og Bergsveinn Birgisson fyrir Svar við bréfi Helgu sem í franskri þýðingu Catherine Eyjólfson nefnist La Lettre à Helga. Guðrún er að vonum ánægð fyrir hönd höfundarins, sem Bjartur gefur út á íslensku. „Það þykir mikill heiður að hljóta verðlaun þessara virtu samtaka, auk þess sem höfundi eru veitt peningaverðlaun. Svona upphefð sá hann Bjarni bóndi ekki fyrir,“ segir hún.
Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira