Vilja nýja íbúakosningu um flugvöllinn þegar nefnd lýkur störfum Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. apríl 2014 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í þoku. Afstaða væntanlegs borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til uppbyggingar í Vatnsmýri ræðst nokkuð af tillögum nefndar um framtíð flugvallarins sem skila á í lok þessa árs. Fréttablaðið/Vilhelm Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira