Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:15 Framsóknarheimilið í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að stíft sé fundað hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík eftir að Guðni Ágústsson hætti við að leiða lista flokksins. Áður sagði Óskar Bergsson sig frá oddvitasætinu. Fréttablaðið/Valli „Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
„Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknarmennirnir í Reykjavík sem viðhafa sömu orð um stöðu framboðsmála flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergsson tilkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflega listanum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af viðtölum við framsóknarmenn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóðanda til leiks. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandídat í fyrsta sætið. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira