Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 06:30 Yfirburðir. Gunnar vann síðast sigur á Rússanum Omari Akhmedov með hengingu strax í fyrstu lotu.fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“ MMA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sjá meira
Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“
MMA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum