Draumur ef við sópum Haukum og Liverpool vinnur Chelsea Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson ver eins og berserkur. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira
„Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira