Slysið á Everest setti strik í reikninginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. apríl 2014 09:15 Baltasar Kormákur er kominn heim eftir tökur á stórmyndinni Everest. Nordicphotos/Getty „Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015. Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
„Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015.
Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00
Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44
Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19
Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45