Ætla að lemja Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. maí 2014 10:30 Vígalegur Það eru ekki allir sem myndu þora að mæta Gunnari í hringnum. Visir/Getty „Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira