„Þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 8. maí 2014 15:00 Brynjar Dagur vill vekja athygli á popping-dansstílnum. vísir/andri marínó Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“ Ísland Got Talent Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“
Ísland Got Talent Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira