Rússar vilja ekki frekari innlimun Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2014 07:48 Alexander Malyhin, formaður kjörnefndar í Luhansk, lýsir yfir sigri sjálfstæðissinna.fréttablaðið/AP Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði. Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði.
Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54
Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56