Er hægt að vera á móti? Árni Páll Árnason skrifar 15. maí 2014 07:00 Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun