Þúsundir bíða eftir að fá hjálp Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. maí 2014 00:01 Íbúar í Obrenovac, sem er 40 km vestan við Belgrad, höfuðborg Serbíu, vaða vatnselginn. Vísir/AFP Á flóðasvæðunum á Balkanskaga biðu þúsundir í gær uppi á þökum húsa sinna eftir björgun. Yfirvöld í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu segja flóðin sem þar hafa verið undanfarna daga þau verstu frá því að mælingar hófust fyrir 120 árum. Í gær var greint frá því að að minnsta kosti þrír hefðu drukknað. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sextán borgum. Í Bosníu-Hersegóvínu hafa hús grafist undir aurskriðum í fjölda borga og bæja. Víða er rafmagnslaust á flóðasvæðunum. Sveitir á vegum Evrópusambandsins, sem taka þátt í björgunarstörfunum í Bosníu-Hersegóvínu, sögðu í gær að hvorki þær né innlendar hersveitir kæmust á sum flóðasvæðin nema með flugi. Í fréttum í gær var greint frá því að þyrlur hefðu ekki getað farið í loftið vegna lélegs skyggnis og sterkra vinda. Björgunarsveitir komust þess vegna ekki til margra bæja sem eru alveg einangraðir þar sem samgöngur hafa rofnað. Yfirvöld í Serbíu sögðu að tekist hefði að bjarga 4.000 manns af flóðasvæðunum. Veðurfræðingar vöruðu við frekari flóðum. Spáð er enn meiri úrkomu og sterkum vindum. Vladimir Pavlovic, sem starfað hefur fyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi, kveðst vona að ekki verði frekara manntjón vegna flóðanna. Hann segir fólk úr þorpum nálægt heimaslóðum hans hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Aðstoð hefur borist víða að, til dæmis komu 70 björgunarsveitarmenn með flugvél frá Rússlandi og þyrlur hafa komið frá Slóveníu.“ Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Á flóðasvæðunum á Balkanskaga biðu þúsundir í gær uppi á þökum húsa sinna eftir björgun. Yfirvöld í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu segja flóðin sem þar hafa verið undanfarna daga þau verstu frá því að mælingar hófust fyrir 120 árum. Í gær var greint frá því að að minnsta kosti þrír hefðu drukknað. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sextán borgum. Í Bosníu-Hersegóvínu hafa hús grafist undir aurskriðum í fjölda borga og bæja. Víða er rafmagnslaust á flóðasvæðunum. Sveitir á vegum Evrópusambandsins, sem taka þátt í björgunarstörfunum í Bosníu-Hersegóvínu, sögðu í gær að hvorki þær né innlendar hersveitir kæmust á sum flóðasvæðin nema með flugi. Í fréttum í gær var greint frá því að þyrlur hefðu ekki getað farið í loftið vegna lélegs skyggnis og sterkra vinda. Björgunarsveitir komust þess vegna ekki til margra bæja sem eru alveg einangraðir þar sem samgöngur hafa rofnað. Yfirvöld í Serbíu sögðu að tekist hefði að bjarga 4.000 manns af flóðasvæðunum. Veðurfræðingar vöruðu við frekari flóðum. Spáð er enn meiri úrkomu og sterkum vindum. Vladimir Pavlovic, sem starfað hefur fyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi, kveðst vona að ekki verði frekara manntjón vegna flóðanna. Hann segir fólk úr þorpum nálægt heimaslóðum hans hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Aðstoð hefur borist víða að, til dæmis komu 70 björgunarsveitarmenn með flugvél frá Rússlandi og þyrlur hafa komið frá Slóveníu.“
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira