Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson skrifar 17. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn og Flugvallarvinir vilja vernda Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir lokun neyðarflugbrautar sem samkvæmt samkomulagi borgarstjóra og innanríkisráðherra á að loka eins fljótt og hægt er. Framsókn og Flugvallarvinir vilja tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli. Það skortir ekki byggingarland í Reykjavík. Rétt eins og aðrir flugvellir þá skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Þar að auki stunda fjölmargir flugnám á flugvellinum. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður.Rándýrar íbúðir fyrir hverja? Að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á því að kaupa sér nýja íbúð þar. Það er kostnaðarsamara að byggja í mýri en á klöpp og giska ég á að meðalfermetraverð fyrir íbúðarhúsnæði verði vart undir 600 þúsund krónum. Það eru 60 milljónir fyrir 100 fermetra íbúð. Ég tel að þetta sé varlega áætlað. Laun á Íslandi eru ekki nógu há til að raunhæft sé að meðal Jón og Gunna fari í slíka fjárfestingu. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að þjarma að honum eða leggja hann niður.Virðum vilja borgarbúa Samkvæmt skoðanakönnun vilja u.þ.b. 70% borgarbúa og 80% landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Það eru mikil verðmæti fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn og Flugvallarvini í Reykjavík. X-B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Flugvallarvinir vilja vernda Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir lokun neyðarflugbrautar sem samkvæmt samkomulagi borgarstjóra og innanríkisráðherra á að loka eins fljótt og hægt er. Framsókn og Flugvallarvinir vilja tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli. Það skortir ekki byggingarland í Reykjavík. Rétt eins og aðrir flugvellir þá skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Þar að auki stunda fjölmargir flugnám á flugvellinum. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður.Rándýrar íbúðir fyrir hverja? Að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á því að kaupa sér nýja íbúð þar. Það er kostnaðarsamara að byggja í mýri en á klöpp og giska ég á að meðalfermetraverð fyrir íbúðarhúsnæði verði vart undir 600 þúsund krónum. Það eru 60 milljónir fyrir 100 fermetra íbúð. Ég tel að þetta sé varlega áætlað. Laun á Íslandi eru ekki nógu há til að raunhæft sé að meðal Jón og Gunna fari í slíka fjárfestingu. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að þjarma að honum eða leggja hann niður.Virðum vilja borgarbúa Samkvæmt skoðanakönnun vilja u.þ.b. 70% borgarbúa og 80% landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Það eru mikil verðmæti fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn og Flugvallarvini í Reykjavík. X-B.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar