Af veðurhroka Íslendings Berglind Pétursdóttir skrifar 19. maí 2014 07:00 Hafið þið verið stödd í útlöndum þegar varað er við óveðri og stormi sem reynist svo vera léttvæg gola og 3-4 snjókorn? Þegar ég var skiptinemi í Bretlandi var oft frí í marga daga í skólanum ef það snjóaði magni sem dugði varla í almennilegan snjóbolta. Það hvarflaði því ekki að mér að fresta áætlaðri för minni til Aspen frá Denver á handahófskenndu ferðalagi um Bandaríkin. Því miður. Þessi þanki er skrifaður á iPhone í hvítum KIA, farþegasætinu samt, einhvers staðar hátt uppi í Klettafjöllum. Kunningjar mínir á þessum slóðum hvöttu mig til að leigja mér sérútbúinn bíl eða fresta ferðinni, það væri von á stormi. Ég horfði blíðlega á kunningjana og sagði þeim vingjarnlega að vanmeta ekki þekkingu mína á veðrinu, ég væri alin upp í Smáíbúðahverfinu og þar væri nú ekki veðrátta til að gera grín að. Skömmu eftir að ég lagði af stað skall á blindbylur og ég er nú búin að keyra fram hjá bílslysum þar sem vöruflutningabílar breyttust í harmóníkur og fólksbílar standa upp á annan endann á miðjum veginum. Jeppar sem klesst hafa harkalega á tré standa þar yfirgefnir og á tímabili var eina umferðin á móti mér ýlfrandi sjúkrabílar og dráttarvélar. Éger búin að hugsa allar neikvæðar hugsanir sem fyrirfinnast um endalok þessa ferðalags og hellan í eyrunum á mér er svo þykk að ég veit ekki hvort ég muni heyra fagran þytinn í vindinum þegar bíllinn loksins hendist fram af snjóhengju. Ég ætla aldrei aftur að gera grín að túristunum á Íslandi sem fara á Yaris og hlýrabol á Vatnajökul og þurfa að láta bjarga sér. Það stefnir allt í að ég verði slíkur ferðamaður. Á tímabili hugsaði ég þó; ef bíllinn bilar get ég vippað mér yfir þessa girðingu sem grillir í í gegnum þykkt hríðarkófið og hlaupið yfir í næstu huggulegu hjólhýsaþyrpingu. Kannski er þar einhver velviljaður sem getur reddað mér. Hætti strax við þegar ég rak augun í skiltið á grindverkinu. Aðkomumenní leyfisleysi verða skotnir, án viðvörunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Hafið þið verið stödd í útlöndum þegar varað er við óveðri og stormi sem reynist svo vera léttvæg gola og 3-4 snjókorn? Þegar ég var skiptinemi í Bretlandi var oft frí í marga daga í skólanum ef það snjóaði magni sem dugði varla í almennilegan snjóbolta. Það hvarflaði því ekki að mér að fresta áætlaðri för minni til Aspen frá Denver á handahófskenndu ferðalagi um Bandaríkin. Því miður. Þessi þanki er skrifaður á iPhone í hvítum KIA, farþegasætinu samt, einhvers staðar hátt uppi í Klettafjöllum. Kunningjar mínir á þessum slóðum hvöttu mig til að leigja mér sérútbúinn bíl eða fresta ferðinni, það væri von á stormi. Ég horfði blíðlega á kunningjana og sagði þeim vingjarnlega að vanmeta ekki þekkingu mína á veðrinu, ég væri alin upp í Smáíbúðahverfinu og þar væri nú ekki veðrátta til að gera grín að. Skömmu eftir að ég lagði af stað skall á blindbylur og ég er nú búin að keyra fram hjá bílslysum þar sem vöruflutningabílar breyttust í harmóníkur og fólksbílar standa upp á annan endann á miðjum veginum. Jeppar sem klesst hafa harkalega á tré standa þar yfirgefnir og á tímabili var eina umferðin á móti mér ýlfrandi sjúkrabílar og dráttarvélar. Éger búin að hugsa allar neikvæðar hugsanir sem fyrirfinnast um endalok þessa ferðalags og hellan í eyrunum á mér er svo þykk að ég veit ekki hvort ég muni heyra fagran þytinn í vindinum þegar bíllinn loksins hendist fram af snjóhengju. Ég ætla aldrei aftur að gera grín að túristunum á Íslandi sem fara á Yaris og hlýrabol á Vatnajökul og þurfa að láta bjarga sér. Það stefnir allt í að ég verði slíkur ferðamaður. Á tímabili hugsaði ég þó; ef bíllinn bilar get ég vippað mér yfir þessa girðingu sem grillir í í gegnum þykkt hríðarkófið og hlaupið yfir í næstu huggulegu hjólhýsaþyrpingu. Kannski er þar einhver velviljaður sem getur reddað mér. Hætti strax við þegar ég rak augun í skiltið á grindverkinu. Aðkomumenní leyfisleysi verða skotnir, án viðvörunar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun