„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Baldvin Þormóðsson skrifar 20. maí 2014 10:00 Hlutverkið fer Hafþóri Júlíusi einstaklega vel. vísir/valli „Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“ Game of Thrones Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“
Game of Thrones Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira