Virkjum vindinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. maí 2014 07:00 Eitt af umræðuefnunum á ársfundi Landsvirkjunar í gær var nýting vindorku. Fyrirtækið hefur undanfarin þrjú ár gert tilraunir með vindmyllur á svokölluðu Hafi við Búrfell. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær bendir reynslan af þeim tilraunum til að aðstæður á Íslandi séu óvenjulega hagstæðar til að framleiða raforku með vindmyllum. Á svæðinu mætti setja upp 70 stórar vindmyllur, sem gætu skilað allt að 200 megavatta raforkuframleiðslu. Það er ekkert smáræði; síðasta vatnsaflsvirkjunin sem Landsvirkjun tók í notkun, Búðarhálsvirkjun, er 95 MW. Risinn Kárahnjúkavirkjun er 650 MW. Vindurinn getur með öðrum orðum orðið orkugjafi sem máli skiptir hér á landi í framtíðinni. Virkjun vindorkunnar er einhver umhverfisvænsta leið til orkuvinnslu sem völ er á; umhverfisrask er lítið og losun gróðurhúsalofttegunda vegna efnisflutninga bara lítið brot af því sem er til dæmis vegna vatnsaflsvirkjana. Vegna þess að nýting á vindmyllunum er betri þegar lítið vatn er í uppistöðulónum Landsvirkjunar er hægt að nota vindorkuna til að jafna framboð á raforku, sem er ótvíræður kostur. Skoðanakönnun sem var gerð í fyrra sýnir að um 80 prósent landsmanna eru hlynnt nýtingu vindorkunnar, en aðeins um sjö prósent andvíg því að reisa vindmyllur. Það rennir stoðum undir þá skoðun að með því að nýta vindorkuna megi skapa aukna sátt um orkuöflun í landinu. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, sagði í Fréttablaðinu í gær að kostnaður við vindmyllur færi nú lækkandi og ef þær yrðu samkeppnisfærar við stærri virkjanir, myndi það breyta forgangsröðun Landsvirkjunar og vindorkan fara fram fyrir aðra virkjunarkosti. Nú þegar sé vindorkan samkeppnisfær við smærri vatnsaflsvirkjanir, miðað við niðurstöður tilraunarinnar á Hafinu. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í fréttum okkar á Bylgjunni í gær, að vinna þyrfti mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdanna og reisa vindmyllugarðana í góðri samvinnu við alla hagsmunaaðila. Stóri kosturinn væri hins vegar að bæta mætti nýtingu vatnsaflsvirkjananna og draga þannig úr þrýstingi á að reistar verði nýjar vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir. Þótt viðhorfið til virkjunar vindorku sé jákvætt hér, eru vindmyllurnar ekki óumdeildar í nágrannalöndunum. Þær þykja valda sjónmengun, kvartað hefur verið undan hvininum frá þeim (reyndar í þéttbýlli löndum en Íslandi) og sums staðar hafa þær valdið fugladauða. Það er ekki ósennilegt að þegar vindmyllunum fjölgar, aukist deilur um þær. Það getur verið ágætt að rifja upp að þegar deilurnar um Kárahnjúkavirkjun stóðu sem hæst sáu margir jarðvarmavirkjanir sem leið til að skapa sátt í orkunýtingarmálum, en síðan hefur komið á daginn að umhverfisáhrif þeirra eru umtalsverð og þær eru ekki síður umdeildar en vatnsaflsvirkjanirnar. Það breytir ekki því að virkjun vindorkunnar er góð viðbót í orkubúskap landsmanna. Því fleiri kosti sem við eigum á orkuöflun, þeim mun líklegra er að hún fari fram í sæmilegri sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Eitt af umræðuefnunum á ársfundi Landsvirkjunar í gær var nýting vindorku. Fyrirtækið hefur undanfarin þrjú ár gert tilraunir með vindmyllur á svokölluðu Hafi við Búrfell. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær bendir reynslan af þeim tilraunum til að aðstæður á Íslandi séu óvenjulega hagstæðar til að framleiða raforku með vindmyllum. Á svæðinu mætti setja upp 70 stórar vindmyllur, sem gætu skilað allt að 200 megavatta raforkuframleiðslu. Það er ekkert smáræði; síðasta vatnsaflsvirkjunin sem Landsvirkjun tók í notkun, Búðarhálsvirkjun, er 95 MW. Risinn Kárahnjúkavirkjun er 650 MW. Vindurinn getur með öðrum orðum orðið orkugjafi sem máli skiptir hér á landi í framtíðinni. Virkjun vindorkunnar er einhver umhverfisvænsta leið til orkuvinnslu sem völ er á; umhverfisrask er lítið og losun gróðurhúsalofttegunda vegna efnisflutninga bara lítið brot af því sem er til dæmis vegna vatnsaflsvirkjana. Vegna þess að nýting á vindmyllunum er betri þegar lítið vatn er í uppistöðulónum Landsvirkjunar er hægt að nota vindorkuna til að jafna framboð á raforku, sem er ótvíræður kostur. Skoðanakönnun sem var gerð í fyrra sýnir að um 80 prósent landsmanna eru hlynnt nýtingu vindorkunnar, en aðeins um sjö prósent andvíg því að reisa vindmyllur. Það rennir stoðum undir þá skoðun að með því að nýta vindorkuna megi skapa aukna sátt um orkuöflun í landinu. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, sagði í Fréttablaðinu í gær að kostnaður við vindmyllur færi nú lækkandi og ef þær yrðu samkeppnisfærar við stærri virkjanir, myndi það breyta forgangsröðun Landsvirkjunar og vindorkan fara fram fyrir aðra virkjunarkosti. Nú þegar sé vindorkan samkeppnisfær við smærri vatnsaflsvirkjanir, miðað við niðurstöður tilraunarinnar á Hafinu. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í fréttum okkar á Bylgjunni í gær, að vinna þyrfti mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdanna og reisa vindmyllugarðana í góðri samvinnu við alla hagsmunaaðila. Stóri kosturinn væri hins vegar að bæta mætti nýtingu vatnsaflsvirkjananna og draga þannig úr þrýstingi á að reistar verði nýjar vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir. Þótt viðhorfið til virkjunar vindorku sé jákvætt hér, eru vindmyllurnar ekki óumdeildar í nágrannalöndunum. Þær þykja valda sjónmengun, kvartað hefur verið undan hvininum frá þeim (reyndar í þéttbýlli löndum en Íslandi) og sums staðar hafa þær valdið fugladauða. Það er ekki ósennilegt að þegar vindmyllunum fjölgar, aukist deilur um þær. Það getur verið ágætt að rifja upp að þegar deilurnar um Kárahnjúkavirkjun stóðu sem hæst sáu margir jarðvarmavirkjanir sem leið til að skapa sátt í orkunýtingarmálum, en síðan hefur komið á daginn að umhverfisáhrif þeirra eru umtalsverð og þær eru ekki síður umdeildar en vatnsaflsvirkjanirnar. Það breytir ekki því að virkjun vindorkunnar er góð viðbót í orkubúskap landsmanna. Því fleiri kosti sem við eigum á orkuöflun, þeim mun líklegra er að hún fari fram í sæmilegri sátt.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun