7000 fleiri fóru í nýja Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 00:01 Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, stendur hér við nýja pottinn sem er þétt setinn þrátt fyrir að myndin sé tekin á miðjum virkum degi. VÍSIR/GVA Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði. Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði.
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu