7000 fleiri fóru í nýja Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 00:01 Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, stendur hér við nýja pottinn sem er þétt setinn þrátt fyrir að myndin sé tekin á miðjum virkum degi. VÍSIR/GVA Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði. Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði.
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira