Ógagnleg ákæra Ólafur Stephensen skrifar 23. maí 2014 06:45 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar