Dögun vill meiri jöfnuð og minna mas Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun