Kosningastemmningin magnast út um allt land þessa dagana.
Frambjóðendur reyna nú sitt besta til að ná eyrum kjósenda síðustu vikuna fyrir kosningar.
Oddvitar framboðanna átta sem bjóða fram í höfuðborginni hafa í nógu að snúast þessa dagana og þeytast á milli staða til að spjalla við kjósendur.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, ræddi við kjósendur við stórmarkað.Vísir/DaníelSóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, fór yfir stóru málin í spjalli við kjósendur í Kolaportinu um helgina.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, er sá oddviti sem flestir vilja sjá í borgarstjórastólnum. Hann ræddi við kjósendur í Kolaportinu um helgina.Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar, kynnti stefnumálin fyrir starfsmönnum Landspítalans í gær.Vísir/VilhelmPíratar hafa notið góðs gengis í borginni. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, heilsaði upp á kjósendur í Grasagarðinum í Laugardal á sunnudag.