„Allt getur gerst“ í Hafnarfirði Bjarki Ármannsson skrifar 2. júní 2014 10:30 Myndun meirihluta getur enn farið á hvorn veginn sem er í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09
Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00
Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08
Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46
Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26
„Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39
Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29