Skrumskæling tónlistarinnar Jónas Sen skrifar 3. júní 2014 12:30 Buniatishvili er auðheyrilega flinkur píanóleikari sem getur spilað gríðarlega hratt. En það var engan veginn nóg. Mynd/NordicphotosGetty Tónlist: Khatia Buniatishvili flutti verk eftir Brahms, Chopin, Ravel og Stravinskíj í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 29. maí á Listahátíð í Reykjavík.Það var eitthvað dinner-kennt við það hvernig Khatia Buniatishvili spilaði Brahms. Jú, píanóhljómurinn var mjúkur og fallegur, en tónlistin hafði enga almennilega lögun. Hana skorti karakter. Þetta var áferðarfagurt, en það var engin dýpt í túlkuninni. Ekki tók betra við þegar Gaspard de la nuit eftir Ravel var á dagskránni. Buniatishvili er auðheyrilega flinkur píanóleikari sem getur spilað gríðarlega hratt. En það var engan veginn nóg. Tónlistin rauk áfram, það var engin reisn í henni, engin dulúð, enginn skáldskapur. Þetta var einhvers konar hæ dúddelí dei. Skemmtilegt undir vissum kringumstæðum, en ekki nú. Hægi kaflinn var bestur, þar var ákveðin stemning sem ljúft var að upplifa. En spennuna skorti í lokakaflann, sem á einmitt að vera svo spennandi. Kannski verst af öllu var Scherzo nr. 2 eftir Chopin. Það var svo hratt að tónlistin varð að skrumskælingu. Hún hefði sómt sér ágætlega í teiknimynd um Tomma og Jenna. La Valse eftir Ravel var næst. Smá agi hefði komið túlkuninni til góða, einhver mótstaða sem hefði gert hana lokkandi. La Valse eftir Ravel er svo sannarlega brjálæðisleg tónlist, en það er í henni glæsileiki líka sem vantaði algerlega í túlkunina hér. Loks fengum við að heyra þrjá þætti úr Petrúsku eftir Stravinskíj, þekktan fingurbrjót sem er aðeins á meðfæri örfárra píanóleikara. Buniatishvili lék sér að tónlistinni, ekki vantaði það. En það var enginn raunverulegur kraftur, ekkert sem hvatti mann til að dilla sér með. Þarna eru dansar, þetta er jú upphaflega tónlist við ballett. En í túlkuninni hér var hún alveg flöt. Það gerðist ekkert í henni, ekkert sem kom á óvart og skapaði stemningu. Útkoman var skelfilega leiðinleg. Sem aukalag spilaði Buniatishvili lokakaflann úr sjöundu sónötu Prokofievs. Ég veit að ég er búinn að nota orðið skrumskæling hér áður, en ætla að gera það aftur. Kaflinn var alltof hraður, hann var bókstaflega hlægilegur. Þetta var skrumskæling, skrumskæling og enn þá meiri skrumskæling.Niðurstaða:Drepleiðinlegir tónleikar. Gagnrýni Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist: Khatia Buniatishvili flutti verk eftir Brahms, Chopin, Ravel og Stravinskíj í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 29. maí á Listahátíð í Reykjavík.Það var eitthvað dinner-kennt við það hvernig Khatia Buniatishvili spilaði Brahms. Jú, píanóhljómurinn var mjúkur og fallegur, en tónlistin hafði enga almennilega lögun. Hana skorti karakter. Þetta var áferðarfagurt, en það var engin dýpt í túlkuninni. Ekki tók betra við þegar Gaspard de la nuit eftir Ravel var á dagskránni. Buniatishvili er auðheyrilega flinkur píanóleikari sem getur spilað gríðarlega hratt. En það var engan veginn nóg. Tónlistin rauk áfram, það var engin reisn í henni, engin dulúð, enginn skáldskapur. Þetta var einhvers konar hæ dúddelí dei. Skemmtilegt undir vissum kringumstæðum, en ekki nú. Hægi kaflinn var bestur, þar var ákveðin stemning sem ljúft var að upplifa. En spennuna skorti í lokakaflann, sem á einmitt að vera svo spennandi. Kannski verst af öllu var Scherzo nr. 2 eftir Chopin. Það var svo hratt að tónlistin varð að skrumskælingu. Hún hefði sómt sér ágætlega í teiknimynd um Tomma og Jenna. La Valse eftir Ravel var næst. Smá agi hefði komið túlkuninni til góða, einhver mótstaða sem hefði gert hana lokkandi. La Valse eftir Ravel er svo sannarlega brjálæðisleg tónlist, en það er í henni glæsileiki líka sem vantaði algerlega í túlkunina hér. Loks fengum við að heyra þrjá þætti úr Petrúsku eftir Stravinskíj, þekktan fingurbrjót sem er aðeins á meðfæri örfárra píanóleikara. Buniatishvili lék sér að tónlistinni, ekki vantaði það. En það var enginn raunverulegur kraftur, ekkert sem hvatti mann til að dilla sér með. Þarna eru dansar, þetta er jú upphaflega tónlist við ballett. En í túlkuninni hér var hún alveg flöt. Það gerðist ekkert í henni, ekkert sem kom á óvart og skapaði stemningu. Útkoman var skelfilega leiðinleg. Sem aukalag spilaði Buniatishvili lokakaflann úr sjöundu sónötu Prokofievs. Ég veit að ég er búinn að nota orðið skrumskæling hér áður, en ætla að gera það aftur. Kaflinn var alltof hraður, hann var bókstaflega hlægilegur. Þetta var skrumskæling, skrumskæling og enn þá meiri skrumskæling.Niðurstaða:Drepleiðinlegir tónleikar.
Gagnrýni Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira