„Ég ætla mestmegnis að syngja lög af nýjustu plötu minni, Pale Green Ghosts, og líka nokkur af fyrstu sólóplötunni minni, Queen of Denmark,“ segir John. Hann er ekki viss hvort hann þori að smakka þjóðhátíðarréttinn, reyktan lunda.
„Ég er ekki viss. Kannski.“
John er á tónleikaferðalagi sem stendur en hann vonast til að vinna meira með íslenskum tónlistarmönnum í framtíðinni. Hann samdi til að mynda enska textann við Eurovision-lag Pollapönks, Enga fordóma, og er stoltur af strákunum.
„Mér fannst þeir frábærir og þeir gerðu mig vissulega stoltan. Það er mikill heiður að þeir hafi beðið mig að hjálpa því þeir eru yndislegar manneskjur og frábærir tónlistarmenn og mér fannst lagið þeirra gott. Þeir eru umvafðir góðri orku og flytja frábæran boðskap.“