Að næra ótta Árni Páll Árnason skrifar 5. júní 2014 07:00 Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun