Grætt á ferðamönnum? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júní 2014 07:00 Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun