Hvað ef hún fær það á undan honum? Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 7. júní 2014 10:30 Tvennt áhugavert gerðist í liðinni viku. Ég sótti málþingið Út fyrir boxið – valdeflandi starf með börnum og unglingum, þar sem ég hlýddi á virkilega áhugaverð erindi. Dana Edell kynnti fyrir okkur valdeflandi verkefni sem stelpur á aldrinum 13 til 22 ára víða um heima vinna að og kallast „Spark movement“. Verkefnið gengur út á að sporna gegn staðalímyndum kynja og „klámvæðingu“ með því að benda á kynlegar athugasemdir í samfélaginu, sérstaklega fjölmiðlum. Dæmi um þetta eru leikföng og fatnaður fyrir börn með kynferðislega skírskotun, myndvinnsla ljósmynda af unglingum í tískutímaritum og auglýsingar sem hlutgerva konur. Dana bætti samt við að einnig eru stelpur hvattar til að þekkja eigin líkama, unað og að sjá kynlíf í jákvæðu ljósi út frá eigin forsendum. Heimasíða verkefnisins inniheldur margs konar fróðleik og hvet ég alla þá sem hafa einhvers konar tengingu við internet að kynna sér þetta verkefni. Hitt sem gerðist var að ég fékk ótrúlega áhugaverða spurningu frá stúlku í níunda bekk í kynfræðslutíma. Eftir miklar og líflegar umræður um allt milli himins og jarðar er tengist kynlífi þá rétti ein ung dama upp höndina og spurði: „En hvað ef hún fær það á undan honum, hvað gerist þá?“ Ég verð að játa að ég varð smá kjaftstopp. Þessi spurning sýnir svo greinilega hversu langt í land við eigum í samræðum um kynlíf og unað kvenna. Áður en ég náði að svara bætti bekkjarsystir hennar hneyksluð við: „Ég meina, það er alltaf bara þannig að hann fær það og þá er allt búið og maður er bara, frábært.“ Ég staldraði við og útskýrði hvernig fullnægingar virka og almennt unaður og að það sé allt í lagi að fá nokkrar fullnægingar ef stemmingin er þannig. Þannig getur þú fengið fullnægingu í forleik og ef farið er í samfarir og hún þannig stemmd þá má fá aðra fullnægingu í samförum, jafnvel enn aðra að samförum loknum. Mér sýndist á svip þeirra að ég væri fullgráðug með því að stinga upp á þremur fullnægingum í einu keleríi. Einnig er hægt að stunda kynlíf án þess að fá fullnægingu og það getur gerst fyrir drengi og stúlkur. Spurningin sagði mér einnig að þekking á unaði og píkunni er mjög takmörkuð. Ég benti þeim á að til að fá fullnægingu í samförum er mikilvægt að nudda snípinn og muna þá sérstaklega eftir að bleyta hann með eigin safa eða sleipiefni áður en hann er nuddaður. „Eigum við að gera það sjálfar?“ Það er engin regla um hver „eigi“ að gera hvað, kynlíf og samfarir er samstarfsverkefni svo komið ykkur bara saman um hver nuddar hvað á hverjum. En þetta er einmitt staðreynd málsins. Unaður er órjúfanlegur hluti kynlífs og við verðum að impra á því, við unga sem aldna. Hugsum út fyrir boxið, förum að tala öðruvísi saman. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið
Tvennt áhugavert gerðist í liðinni viku. Ég sótti málþingið Út fyrir boxið – valdeflandi starf með börnum og unglingum, þar sem ég hlýddi á virkilega áhugaverð erindi. Dana Edell kynnti fyrir okkur valdeflandi verkefni sem stelpur á aldrinum 13 til 22 ára víða um heima vinna að og kallast „Spark movement“. Verkefnið gengur út á að sporna gegn staðalímyndum kynja og „klámvæðingu“ með því að benda á kynlegar athugasemdir í samfélaginu, sérstaklega fjölmiðlum. Dæmi um þetta eru leikföng og fatnaður fyrir börn með kynferðislega skírskotun, myndvinnsla ljósmynda af unglingum í tískutímaritum og auglýsingar sem hlutgerva konur. Dana bætti samt við að einnig eru stelpur hvattar til að þekkja eigin líkama, unað og að sjá kynlíf í jákvæðu ljósi út frá eigin forsendum. Heimasíða verkefnisins inniheldur margs konar fróðleik og hvet ég alla þá sem hafa einhvers konar tengingu við internet að kynna sér þetta verkefni. Hitt sem gerðist var að ég fékk ótrúlega áhugaverða spurningu frá stúlku í níunda bekk í kynfræðslutíma. Eftir miklar og líflegar umræður um allt milli himins og jarðar er tengist kynlífi þá rétti ein ung dama upp höndina og spurði: „En hvað ef hún fær það á undan honum, hvað gerist þá?“ Ég verð að játa að ég varð smá kjaftstopp. Þessi spurning sýnir svo greinilega hversu langt í land við eigum í samræðum um kynlíf og unað kvenna. Áður en ég náði að svara bætti bekkjarsystir hennar hneyksluð við: „Ég meina, það er alltaf bara þannig að hann fær það og þá er allt búið og maður er bara, frábært.“ Ég staldraði við og útskýrði hvernig fullnægingar virka og almennt unaður og að það sé allt í lagi að fá nokkrar fullnægingar ef stemmingin er þannig. Þannig getur þú fengið fullnægingu í forleik og ef farið er í samfarir og hún þannig stemmd þá má fá aðra fullnægingu í samförum, jafnvel enn aðra að samförum loknum. Mér sýndist á svip þeirra að ég væri fullgráðug með því að stinga upp á þremur fullnægingum í einu keleríi. Einnig er hægt að stunda kynlíf án þess að fá fullnægingu og það getur gerst fyrir drengi og stúlkur. Spurningin sagði mér einnig að þekking á unaði og píkunni er mjög takmörkuð. Ég benti þeim á að til að fá fullnægingu í samförum er mikilvægt að nudda snípinn og muna þá sérstaklega eftir að bleyta hann með eigin safa eða sleipiefni áður en hann er nuddaður. „Eigum við að gera það sjálfar?“ Það er engin regla um hver „eigi“ að gera hvað, kynlíf og samfarir er samstarfsverkefni svo komið ykkur bara saman um hver nuddar hvað á hverjum. En þetta er einmitt staðreynd málsins. Unaður er órjúfanlegur hluti kynlífs og við verðum að impra á því, við unga sem aldna. Hugsum út fyrir boxið, förum að tala öðruvísi saman.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið