Tilraun sem svo sannarlega virkar Jónas Sen skrifar 10. júní 2014 11:30 Höfuðsynd Tónlist: Höfuðsynd Atónal blús Útgefandi Glamur Ný plata, Höfuðsynd með hljómsveitinni Atónal blús, kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðaríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í endurtekningarnar, en ekki hér. Hljómurinn er framandi á einhvern hátt sem erfitt er að skilgreina með orðum, fólk verður einfaldlega að hlusta. Atburðarrásin er hröð, það er alltaf eitthvað að gerast í tónlistinni. Þetta er magnað lag. Svipaða sögu er að segja um þegar söngurinn dettur inn í næsta lagi. Lög og textar eru eftir Gest Guðnason og það er hann sem syngur líka. Hann hefur þægilega, afslappaða rödd sem fellur ágætlega að stemningu hvers lags. Hljóðfæraleikurinn var í höndunum á Þorvaldi Kára Ingveldarsyni, Garðari Þór Eiðssyni, Páli Ivani Pálssyni, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, Jesper Pedersen, Þorleifi Gauk Davíðssyni og fyrrnefndum Gesti Guðnasyni. Hann er allur til fyrirmyndar, nákvæmur og samtaka. Loks ber að nefna að platan er mixuð af mikilli fagmennsku, hún er tær og söngurinn er ekki of hávær á kostnað hljóðfæraleiksins. Það gerist stundum og er ákaflega hvimleitt. Hér er söngurinn fyrst og fremst eitt af hljóðfærunum. Hljóðfærin eru býsna fjölbreytt, spilað er á munnhörpu, þeremín, darabúka, djembe auk hefðbundnari hljóðfæra. Þetta gerir hljóðheiminn notalega litríkan og aðlaðandi. Vissulega er tónlistin „experimental“ – en þetta er tilraun sem svo sannarlega virkar.Niðurstaða: Skemmtilega litrík og innblásin plata. Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist: Höfuðsynd Atónal blús Útgefandi Glamur Ný plata, Höfuðsynd með hljómsveitinni Atónal blús, kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðaríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í endurtekningarnar, en ekki hér. Hljómurinn er framandi á einhvern hátt sem erfitt er að skilgreina með orðum, fólk verður einfaldlega að hlusta. Atburðarrásin er hröð, það er alltaf eitthvað að gerast í tónlistinni. Þetta er magnað lag. Svipaða sögu er að segja um þegar söngurinn dettur inn í næsta lagi. Lög og textar eru eftir Gest Guðnason og það er hann sem syngur líka. Hann hefur þægilega, afslappaða rödd sem fellur ágætlega að stemningu hvers lags. Hljóðfæraleikurinn var í höndunum á Þorvaldi Kára Ingveldarsyni, Garðari Þór Eiðssyni, Páli Ivani Pálssyni, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, Jesper Pedersen, Þorleifi Gauk Davíðssyni og fyrrnefndum Gesti Guðnasyni. Hann er allur til fyrirmyndar, nákvæmur og samtaka. Loks ber að nefna að platan er mixuð af mikilli fagmennsku, hún er tær og söngurinn er ekki of hávær á kostnað hljóðfæraleiksins. Það gerist stundum og er ákaflega hvimleitt. Hér er söngurinn fyrst og fremst eitt af hljóðfærunum. Hljóðfærin eru býsna fjölbreytt, spilað er á munnhörpu, þeremín, darabúka, djembe auk hefðbundnari hljóðfæra. Þetta gerir hljóðheiminn notalega litríkan og aðlaðandi. Vissulega er tónlistin „experimental“ – en þetta er tilraun sem svo sannarlega virkar.Niðurstaða: Skemmtilega litrík og innblásin plata.
Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira