Kýs stórborgina fram yfir krummaskuðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. júní 2014 06:00 Viðar Örn raðar inn mörkum í Noregi. Mynd/Vålerenga „Það er þrjátíu stiga hiti og sól og ég er einfaldlega að kafna úr hita, ég þarf eiginlega að halda mér inni vegna hita,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Viðar Örn hefur farið á kostum í liði Vålerenga á sínu fyrsta tímabili með liðinu. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að það gangi vel, maður stefndi alltaf að því að það myndi ganga vel en þetta er vonum framar. Hefði ég verið kominn með sex mörk í tólf leikjum væri ég fjandi sáttur en þetta er bara búið að vera mun betra en ég gat ímyndað mér og eiginlega eins gott og þetta verður,“ sagði Viðar, sem hefur skorað 19 mörk í 15 leikjum í öllum keppnum. „Þegar þeir fengu mig hingað höfðu þeir gríðarlega trú á mér. Þjálfarinn gerði mig að aðalskotmarki sínu. Þeir voru gríðarlega þakklátir fyrir að ég beið eftir þeim og að ég valdi Vålerenga. Ég sé ekki eftir því, það hafa allir trú á mér hérna sem hjálpar gríðarlega upp á sjálfstraustið. Það er oft þannig að þegar maður fer í sterkari deild tekur oft tíma að aðlagast nýrri deild og nýjum aðstæðum. Ég var mjög heppinn. Ég náði að setja tvö mörk í öðrum leik sem setti örlítið tóninn fyrir það sem koma skyldi og hef ekki stoppað síðan þá.“Viðar Örn fór á kostum með Fylki síðasta sumar.Vísir/ValliStutt á milli Aðeins fjögur ár eru frá því að Viðar lék í fyrstu deildinni með Selfoss á Íslandi, nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. „Á Íslandi þarftu að skora mörg mörk til þess að komast út en þú byrjar alltaf aftur á byrjunarreit. Norðmenn líta svolítið niður á íslensku deildina þótt mér finnist hún vera sterk,“ sagði Viðar sem telur að það hafi gert honum gott að fara ekki út fyrr en raun bar vitni. „Ég þroskaðist gríðarlega sem leikmaður eftir tvítugt og þótt það hafi tekið tíma er ég einfaldlega meira tilbúinn núna. Ég lagði gríðarlega mikið á mig til að þetta yrði að veruleika og ég mun ekki slaka á, ég ætla mér að ná lengra,“ sagði Viðar en aðeins fjögur ár eru frá því að hann spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss. „Ég þurfti að taka skref aftur á bak eftir að ég sleit krossband. Ég spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss til að komast aftur á sporið. Maður var ekki allt of bjartsýnn á framhaldið þá en ég tók eitt skref í einu.“ Viðar skaust fram á sjónarsviðið með góðri frammistöðu á síðasta tímabili þegar hann var markahæstur í Pepsi-deildinni en fékk silfurskóinn þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði jafn mörg mörk en spilaði minna. „Tímabilið í fyrra er það sem kemur mér út í atvinnumennsku í raun og veru. Ég var búinn að eiga ágæt tímabil en aldrei búinn að ná að springa út og vera meðal þeirra bestu í deildinni. Ég átti frábært tímabil í fyrra og það hjálpaði mér gríðarlega mikið þegar ég kom út.“Áhugi fjölmiðla á Viðari ytra er mikill.Mynd/VålerengaÁhugi eykst Framtíðin er óviss, Viðari líður vel í Ósló en hugurinn leitar lengra. „Maður fær auðvitað töluverða athygli þegar vel gengur og það er gaman að því. Svo er gott að félagið er í stórborg en ekki einhverju krummaskuði úti á landi – það er allt hérna nálægt sem maður þarf. Ég gat ekki valið betri klúbb til að byrja atvinnumannaferilinn.“ Gott gengi Viðars hefur ekki farið fram hjá öðrum liðum. Í gær voru útsendarar mættir í stúkuna til þess að fylgjast með Viðari. „Ég heyrði að einhver úrvalsdeildarlið hefðu verið að fylgjast með mér en ég reyni að láta umboðsmanninn minn sjá um þessi mál. Ég er ekkert að æsa mig of mikið með einhverjum sögusögnum. Eins og hann orðaði það þá eru lið að fylgjast með mér, þau eru nokkur, en við ætlum ekki að pæla neitt meira í þessu nema eitthvað komi upp á borðið. Ég reyni að hugsa bara um einn leik í einu og gera eins vel og ég get fyrir liðið, það er eina sem ég get hugsað um,“ sagði Viðar hógvær. „Það væri auðvitað gaman að fara í sterkari deild en þetta er líka spurning um tímasetningu, hvenær er rétt að taka næsta skref. Að fara í allt of stórt lið þegar ég er ekki tilbúinn gæti einfaldlega rústað ferlinum en það gæti líka verið frábært skref. Maður verður að velja vandlega næsta skref.“Viðar Örn hefur skorað nítján mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu til þessa í Noregivísir/vilhelmFyrsti landsleikurinn í sex ár Viðar spilaði sinn fyrsta leik fyrir landslið Íslands á dögunum en sex ár eru síðan hann lék síðast með yngri landsliðum Íslands. „Þetta var auðvitað þvílíkur heiður að vera valinn í svona sterkt landslið. Hópurinn er mun sterkari en hann var fyrir nokkrum árum.Ég pældi ekkert í þessu, markmiðið var bara að standa sig vel og sjá hvort kallið kæmi. Þegar það kom var ég auðvitað stoltur og mér fannst ég komast ágætlega út úr því verkefni,“ sagði Viðar. „Heimir og Lars óskuðu mér góðs gengis og hvöttu mig áfram. Ef þú stendur þig vel í Noregi eru meiri líkur á að þú fáir kallið næst og ég reyni bara að gera mitt besta til þess. Ég er bara gríðarlega stoltur yfir að hafa fengið að leika fyrir Íslands hönd og vonandi fæ ég tækifæri að spila fleiri leiki fyrir Ísland,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
„Það er þrjátíu stiga hiti og sól og ég er einfaldlega að kafna úr hita, ég þarf eiginlega að halda mér inni vegna hita,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Viðar Örn hefur farið á kostum í liði Vålerenga á sínu fyrsta tímabili með liðinu. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að það gangi vel, maður stefndi alltaf að því að það myndi ganga vel en þetta er vonum framar. Hefði ég verið kominn með sex mörk í tólf leikjum væri ég fjandi sáttur en þetta er bara búið að vera mun betra en ég gat ímyndað mér og eiginlega eins gott og þetta verður,“ sagði Viðar, sem hefur skorað 19 mörk í 15 leikjum í öllum keppnum. „Þegar þeir fengu mig hingað höfðu þeir gríðarlega trú á mér. Þjálfarinn gerði mig að aðalskotmarki sínu. Þeir voru gríðarlega þakklátir fyrir að ég beið eftir þeim og að ég valdi Vålerenga. Ég sé ekki eftir því, það hafa allir trú á mér hérna sem hjálpar gríðarlega upp á sjálfstraustið. Það er oft þannig að þegar maður fer í sterkari deild tekur oft tíma að aðlagast nýrri deild og nýjum aðstæðum. Ég var mjög heppinn. Ég náði að setja tvö mörk í öðrum leik sem setti örlítið tóninn fyrir það sem koma skyldi og hef ekki stoppað síðan þá.“Viðar Örn fór á kostum með Fylki síðasta sumar.Vísir/ValliStutt á milli Aðeins fjögur ár eru frá því að Viðar lék í fyrstu deildinni með Selfoss á Íslandi, nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. „Á Íslandi þarftu að skora mörg mörk til þess að komast út en þú byrjar alltaf aftur á byrjunarreit. Norðmenn líta svolítið niður á íslensku deildina þótt mér finnist hún vera sterk,“ sagði Viðar sem telur að það hafi gert honum gott að fara ekki út fyrr en raun bar vitni. „Ég þroskaðist gríðarlega sem leikmaður eftir tvítugt og þótt það hafi tekið tíma er ég einfaldlega meira tilbúinn núna. Ég lagði gríðarlega mikið á mig til að þetta yrði að veruleika og ég mun ekki slaka á, ég ætla mér að ná lengra,“ sagði Viðar en aðeins fjögur ár eru frá því að hann spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss. „Ég þurfti að taka skref aftur á bak eftir að ég sleit krossband. Ég spilaði í fyrstu deildinni með Selfoss til að komast aftur á sporið. Maður var ekki allt of bjartsýnn á framhaldið þá en ég tók eitt skref í einu.“ Viðar skaust fram á sjónarsviðið með góðri frammistöðu á síðasta tímabili þegar hann var markahæstur í Pepsi-deildinni en fékk silfurskóinn þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði jafn mörg mörk en spilaði minna. „Tímabilið í fyrra er það sem kemur mér út í atvinnumennsku í raun og veru. Ég var búinn að eiga ágæt tímabil en aldrei búinn að ná að springa út og vera meðal þeirra bestu í deildinni. Ég átti frábært tímabil í fyrra og það hjálpaði mér gríðarlega mikið þegar ég kom út.“Áhugi fjölmiðla á Viðari ytra er mikill.Mynd/VålerengaÁhugi eykst Framtíðin er óviss, Viðari líður vel í Ósló en hugurinn leitar lengra. „Maður fær auðvitað töluverða athygli þegar vel gengur og það er gaman að því. Svo er gott að félagið er í stórborg en ekki einhverju krummaskuði úti á landi – það er allt hérna nálægt sem maður þarf. Ég gat ekki valið betri klúbb til að byrja atvinnumannaferilinn.“ Gott gengi Viðars hefur ekki farið fram hjá öðrum liðum. Í gær voru útsendarar mættir í stúkuna til þess að fylgjast með Viðari. „Ég heyrði að einhver úrvalsdeildarlið hefðu verið að fylgjast með mér en ég reyni að láta umboðsmanninn minn sjá um þessi mál. Ég er ekkert að æsa mig of mikið með einhverjum sögusögnum. Eins og hann orðaði það þá eru lið að fylgjast með mér, þau eru nokkur, en við ætlum ekki að pæla neitt meira í þessu nema eitthvað komi upp á borðið. Ég reyni að hugsa bara um einn leik í einu og gera eins vel og ég get fyrir liðið, það er eina sem ég get hugsað um,“ sagði Viðar hógvær. „Það væri auðvitað gaman að fara í sterkari deild en þetta er líka spurning um tímasetningu, hvenær er rétt að taka næsta skref. Að fara í allt of stórt lið þegar ég er ekki tilbúinn gæti einfaldlega rústað ferlinum en það gæti líka verið frábært skref. Maður verður að velja vandlega næsta skref.“Viðar Örn hefur skorað nítján mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu til þessa í Noregivísir/vilhelmFyrsti landsleikurinn í sex ár Viðar spilaði sinn fyrsta leik fyrir landslið Íslands á dögunum en sex ár eru síðan hann lék síðast með yngri landsliðum Íslands. „Þetta var auðvitað þvílíkur heiður að vera valinn í svona sterkt landslið. Hópurinn er mun sterkari en hann var fyrir nokkrum árum.Ég pældi ekkert í þessu, markmiðið var bara að standa sig vel og sjá hvort kallið kæmi. Þegar það kom var ég auðvitað stoltur og mér fannst ég komast ágætlega út úr því verkefni,“ sagði Viðar. „Heimir og Lars óskuðu mér góðs gengis og hvöttu mig áfram. Ef þú stendur þig vel í Noregi eru meiri líkur á að þú fáir kallið næst og ég reyni bara að gera mitt besta til þess. Ég er bara gríðarlega stoltur yfir að hafa fengið að leika fyrir Íslands hönd og vonandi fæ ég tækifæri að spila fleiri leiki fyrir Ísland,“ sagði Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira