Reykjavík er vanmetinn staður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. júní 2014 13:00 Þórdís Gísladóttir "Ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það.“ Fréttablaðið/GVA Ég er bara að segja sögur af venjulegu fólki,“ segir Þórdís Gísladóttir um ljóðabók sína Velúr sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég gríp hugmyndir sem eru á sveimi á netinu, eða í loftinu eða þegar einhver segir eitthvað og það mallar í undirmeðvitundinni þangað til það verður að einhverju. Ég er ekki að sækja mikið í þjóðararfinn eða eitthvað þannig.“ Talandi um þjóðararf þá eru í bókinni úrklippur úr gömlum dagblöðum, bæði fréttir, tilkynningar og auglýsingar sem greinilega höfða til þín. Er það ekki partur af arfinum? „Jú, kannski, en aðallega hef ég áhuga á Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, hvernig borgin varð til og hvað hún var allt öðruvísi en okkur er kennt í Íslandssögunni í skólanum. Manni var sagt allt um sveitina en var aldrei sagt að á þriðja og fjórða áratugnum hefði verið hér samfélag sem var miklu alþjóðlegra og allt öðruvísi en maður ímyndar sér.“ Hvaðan kemur nafnið Velúr? „Velúr er uppáhaldsefnið mitt. Það er mjúkt og hentar vel í heimaföt en er líka sparilegt. Það getur til dæmis verið í leiktjöldum, jogginggöllum fyrir gamalt fólk og svona velúrmönnum sem eru mjúku mennirnir. Þannig að velúr hefur margar hliðar og margar vísanir. Svo hefur fólk túlkað þetta á þann hátt að ég vilji fara vel úr, en það var nú ekki mín meining.“ Kápumyndin er mynd af veggfóðri sem óhjákvæmilega dregur hugann að Veggfóðruðum óendanleika Ísaks Harðarsonar, er það með vilja gert? „Ísak er í uppáhaldi en þetta var svo sem ekki hugsað sem vísun í hann. Það er önnur saga á bak við þetta útlit. Þegar ég fékk að vita að ég fengi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndarmál annarra hér um árið var ég ekki kominn með útgefanda og þurfti að hafa hraðar hendur við hönnun bókarinnar. Þá notaði ég veggfóður sem ég átti en var ekki búin að setja á vegg í kápumyndina og fannst kjörið að halda þeim stíl með þessa. Fyrir utan það að veggfóður er líka svona heimilislegt eins og velúr.“ Þórdís upplýsir að hún sé Hafnfirðingur í fjóra ættliði í báðar ættir en hafi flutt í borgina um tvítugt og sé löngu farin að líta á sig sem Reykvíking. Er hún næsta borgarskáld? „Það veit ég nú ekki en mér finnst Reykjavík mjög vanmetinn staður og hef mikinn áhuga á að skoða sögu hennar.“ Dreymir þig þá ekkert um að skrifa stóru Reykjavíkurskáldsöguna? „Hún kemur kannski einhvern tímann. Svona þriggja kynslóða saga í anda Marianne Fredrikson. Ég bara veit það ekki. Hún er allavega einhvers staðar í huganum.“ Ljóðin í bókinni eru flest stuttar, skarpar og kaldhæðnislegar myndir, beitirðu kaldhæðninni meðvitað? „Nei, það geri ég reyndar ekki, en ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það. Ég er bara alin upp í þannig andrúmslofti að það þykir eðlilegt að tjá sig á þennan hátt.“ Sumir halda því fram að það eigi frekar að flytja ljóð en lesa, en Þórdís er ekki alveg sammála því. „Það er svona bæði og. Maður fær allt aðra upplifun af því að lesa ljóð en hlusta á þau, þannig að ég held að þau þurfi að vera til á prenti líka.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Ég er bara að segja sögur af venjulegu fólki,“ segir Þórdís Gísladóttir um ljóðabók sína Velúr sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég gríp hugmyndir sem eru á sveimi á netinu, eða í loftinu eða þegar einhver segir eitthvað og það mallar í undirmeðvitundinni þangað til það verður að einhverju. Ég er ekki að sækja mikið í þjóðararfinn eða eitthvað þannig.“ Talandi um þjóðararf þá eru í bókinni úrklippur úr gömlum dagblöðum, bæði fréttir, tilkynningar og auglýsingar sem greinilega höfða til þín. Er það ekki partur af arfinum? „Jú, kannski, en aðallega hef ég áhuga á Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, hvernig borgin varð til og hvað hún var allt öðruvísi en okkur er kennt í Íslandssögunni í skólanum. Manni var sagt allt um sveitina en var aldrei sagt að á þriðja og fjórða áratugnum hefði verið hér samfélag sem var miklu alþjóðlegra og allt öðruvísi en maður ímyndar sér.“ Hvaðan kemur nafnið Velúr? „Velúr er uppáhaldsefnið mitt. Það er mjúkt og hentar vel í heimaföt en er líka sparilegt. Það getur til dæmis verið í leiktjöldum, jogginggöllum fyrir gamalt fólk og svona velúrmönnum sem eru mjúku mennirnir. Þannig að velúr hefur margar hliðar og margar vísanir. Svo hefur fólk túlkað þetta á þann hátt að ég vilji fara vel úr, en það var nú ekki mín meining.“ Kápumyndin er mynd af veggfóðri sem óhjákvæmilega dregur hugann að Veggfóðruðum óendanleika Ísaks Harðarsonar, er það með vilja gert? „Ísak er í uppáhaldi en þetta var svo sem ekki hugsað sem vísun í hann. Það er önnur saga á bak við þetta útlit. Þegar ég fékk að vita að ég fengi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndarmál annarra hér um árið var ég ekki kominn með útgefanda og þurfti að hafa hraðar hendur við hönnun bókarinnar. Þá notaði ég veggfóður sem ég átti en var ekki búin að setja á vegg í kápumyndina og fannst kjörið að halda þeim stíl með þessa. Fyrir utan það að veggfóður er líka svona heimilislegt eins og velúr.“ Þórdís upplýsir að hún sé Hafnfirðingur í fjóra ættliði í báðar ættir en hafi flutt í borgina um tvítugt og sé löngu farin að líta á sig sem Reykvíking. Er hún næsta borgarskáld? „Það veit ég nú ekki en mér finnst Reykjavík mjög vanmetinn staður og hef mikinn áhuga á að skoða sögu hennar.“ Dreymir þig þá ekkert um að skrifa stóru Reykjavíkurskáldsöguna? „Hún kemur kannski einhvern tímann. Svona þriggja kynslóða saga í anda Marianne Fredrikson. Ég bara veit það ekki. Hún er allavega einhvers staðar í huganum.“ Ljóðin í bókinni eru flest stuttar, skarpar og kaldhæðnislegar myndir, beitirðu kaldhæðninni meðvitað? „Nei, það geri ég reyndar ekki, en ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það. Ég er bara alin upp í þannig andrúmslofti að það þykir eðlilegt að tjá sig á þennan hátt.“ Sumir halda því fram að það eigi frekar að flytja ljóð en lesa, en Þórdís er ekki alveg sammála því. „Það er svona bæði og. Maður fær allt aðra upplifun af því að lesa ljóð en hlusta á þau, þannig að ég held að þau þurfi að vera til á prenti líka.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira