Ólíklegt að ISIS takist að ná Bagdad Brjánn Jónasson skrifar 17. júní 2014 00:01 Hermönnum smalað Í mynd sem ISIS-samtökin hafa sent frá sér sést hvernig mönnum sem sagðir eru hermenn, en eru ekki í einkennisbúningum, er smalað saman og þeir reknir út í skurð. Vísir/AFP Hraðinn á stórsókn vígamanna samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (ISIS) í Írak virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. ISIS hefur tekið Mosúl, aðra stærstu borg landsins, og margar minni borgir án mikilla átaka við Íraksher, en ekkert bendir til þess að samtökin nái höfuðborginni Bagdad á sitt vald á næstunni. Markmið ISIS er að stofna íslamskt ríki með sjaría-lögum. Samtökin hafa skipulagt hryðjuverk í Írak á undanförnum árum, en hafa barist við stjórnarherinn í Sýrlandi síðustu ár og halda þar stóru landsvæði við landamærin við Írak. Á þeim tíma virðast stjórnendur ISIS hafa endurskipulagt samtökin, og virðast þau að mörgu leyti virka eins og skæruliðasamtök en ekki hryðjuverkasamtök, að mati sérfræðinga. Samtökin virðast vel skipulögð, vel fjármögnuð og ágætlega tækjum búin. Þetta hefur gert vígamönnum samtakanna kleift að nýta sér undanhald Írakshers í Mosúl og öðrum borgum í norðurhluta Írak og stjórna samtökin nú stórum landsvæðum norður af Bagdad og yfir sýrlensku landamærin. Uppreisnarmenn ISIS eru sagðir hafa framið fjöldamorð á íröskum hermönnum sem þeir tóku til fanga. Ekki er ljóst hversu margir hermenn hafa verið drepnir eftir að þeir gáfust upp, en talsmenn ISIS fullyrða að þeir séu um 1.700 talsins. ISIS sendi frá sér myndir um helgina sem virðast sýna fanga samtakanna tekna af lífi. Qassim al-Moussawi, talsmaður Írakshers, segir myndirnar sýna að í það minnsta 170 hermenn hafi verið teknir af lífi eftir að þeir féllu í hendur ISIS. Þá sýna myndbönd sem samtökin hafa sent frá sér hvernig vígamenn þeirra skjóta á bíla og myrða fólk með hríðskotarifflum. Talið er að rúmlega hálf milljón óbreyttra borgara hafi flúið borgir sem ISIS hefur hertekið.Sparkað úr al-Kaída ISIS-samtökin eiga rætur að rekja til Íraks, þar sem þau urðu til úr öðrum samtökum súnníta sem tilheyrðu al-Kaída-hryðjuverkanetinu. Þau fengu nafnið Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær í apríl í fyrra þegar tvenn samtök sameinuðust undir þessu nafni. Leiðtogi ISIS heitir Abu Bakr al-Baghdadi, en hann stýrði al-Kaída í Írak frá árinu 2010. Talið er að um 7.000 vígamenn séu í samtökunum. ISIS-samtökin njóta þess vafasama heiðurs að vera einu aðildarsamtök al-Kaída sem þau alræmdu hryðjuverkasamtök hafa ákveðið að slíta öll tengsl við. Yfirlýsing frá al-Kaída bendir til þess að ISIS hafi látið illa að stjórn. ISIS styðjast við harðlínustefnu og hafa stundað aftökur og hýðingar, bannað tónlist, reykingar og aðra hegðun sem stjórnendur þeirra telja ekki í anda íslams. Þá vilja samtökin að konur hylji sig frá hvirfli til ilja og taki lítinn sem engan þátt í samfélaginu. Þessi harðlínustefna virðist hafa gengið gegn hagsmunum al-Kaída.Eiga lítið í íraska herinn ISIS hefur náð fjölmörgum bæjum í Írak á sitt vald á undanförnum dögum, þótt vígamönnum samtakanna hafi ekki alltaf tekist að halda fengnum hlut þegar íraski herinn hefur gert gagnsóknir. Kirk Sowell, sérfræðingur í málefnum Íraks sem rætt er við á fréttavefnum Vox, segir að þótt hersveitir í þeim borgum sem ISIS hefur ráðist á hafi hingað til hörfað undan hafi Íraksher yfir að ráða margfalt meiri mannafla en ISIS, og mun betri hergögnum. Þess vegna sé afar ólíklegt að liðsmenn ISIS hafi betur í beinum átökum. Þá hafa bandarísk stjórnvöld sent flugmóðurskip og tvö herskip sem búin eru stýriflaugum á Persaflóa, og gætu þau stutt við aðgerðir Írakshers. Aðgerðir ISIS þykja benda til þess að samtökin hafi endurvakið nærri tíu ára gamlar hernaðaráætlanir sem aldrei urðu að veruleika, um að taka úthverfi Bagdad og umkringja borgina.Erfitt að halda landsvæðum Munurinn á hernaðarlegri getu vígamanna ISIS og íraska stjórnarhersins er mikill. Það þýðir ekki að herinn muni eiga auðvelt með að þurrka út uppreisnarmennina, en það þýðir að ISIS mun eiga erfitt með að halda landsvæði sem stjórnarherinn reynir að ná á sitt vald, segir Sowell við Vox. Við þetta bætist að þau svæði þar sem ISIS hefur mest ítök eru afar fátæk og lítill möguleiki á að ISIS takist að þróa olíuvinnslu á svæðinu til að fjármagna sig. Draumur ISIS um íslamskt ríki virðist því fjarlægur. „Í rauninni gætu þeir náð að stofna eigið ríki, en bara ef þeir eru tilbúnir til að svelta,“ segir Sowell. Þrátt fyrir þetta hefur Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, beitt sér fyrir því að vígasveitir sjíta berjist við hlið stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum ISIS. Sérfræðingar óttast að með því að gefa þessum vígasveitum lögmæti með þessum hætti séu stjórnvöld að bjóða heim hættunni á harðari átökum milli súnníta og sjíta í Írak.Um sjíta og súnníta Múslimar í Írak skiptast í tvo hópa. Meirihlutinn, um tveir þriðju hlutar landsmanna, er sjítar en þriðjungur er súnnítar. Fylkingarnar hafa lengi deilt, og hefur það endurspeglast í stjórnmálaástandinu í Írak. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er sjíti og þykir mörgum súnnítum hann ekki hafa deilt völdum með súnnítum með eðlilegum hætti. Þá hafa stjórnvöld beitt mikilli hörku í baráttu sinni við uppreisnarhópa, og handtekið mikinn fjölda súnníta sem sitja oft bak við lás og slá árum saman án réttlátrar málsmeðferðar. Stuðningsmenn ISIS eru súnnítar, en Írak er að mestu stjórnað af sjítum. Átökin eru þó ekki eingöngu á milli þessara tveggja vel afmörkuðu hópa. Kúrdar, sem búa á sjálfstjórnarsvæðum í norðurhluta landsins, eru súnnítar en hafa barist gegn ISIS. Talið er að meirihluti annarra súnníta í Írak vilji frekar láta reyna á friðsamlegar lausnir, aðeins lítill hluti er talinn styðja vopnaða uppreisn gegn stjórnvöldum í Bagdad. Skiptingin í súnníta og sjíta á rætur að rekja til deilna um hver skyldi verða eftirmaður spámannsins Múhameðs. Súnnítar héldu því fram að það ætti að vera Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, en sjítar töldu það eiga að vera Ali, tengdason Múhameðs. Nokkur munur er á trúarkenningum þessara tveggja hópa. Súnnítar styðjast til dæmis við ýmis ummæli sem höfð eru eftir Múhameð en ekki eru í Kóraninum.Baráttuandi íraska hersins lítill *Um 270 þúsund hermenn eru í íraska hernum. Bandarískir og breskir hermenn hafa hjálpað til við að skipuleggja heraflann og þjálfa hersveitir. *Útgjöld ríkisins til hermála voru um 17 milljarðar bandaríkjadala á síðasta ári. *Írösk stjórnvöld hafa fengið mikið af hergögnum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, auk þess að hafa pantað orrustuþotur og herþyrlur frá Bandaríkjunum. *Baráttuandinn í hernum er sagður afar lítill, og undanhald hersveita frá Mosúl og nágrenni bendir til þess að það sé rétt. *Eitthvert mannfall hefur verið í sprengjuárásum, auk þess sem liðhlaup er ekki óalgengt. *Átökin eru ekki bara á milli sjíta og súnníta Mið-Austurlönd Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Hraðinn á stórsókn vígamanna samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (ISIS) í Írak virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. ISIS hefur tekið Mosúl, aðra stærstu borg landsins, og margar minni borgir án mikilla átaka við Íraksher, en ekkert bendir til þess að samtökin nái höfuðborginni Bagdad á sitt vald á næstunni. Markmið ISIS er að stofna íslamskt ríki með sjaría-lögum. Samtökin hafa skipulagt hryðjuverk í Írak á undanförnum árum, en hafa barist við stjórnarherinn í Sýrlandi síðustu ár og halda þar stóru landsvæði við landamærin við Írak. Á þeim tíma virðast stjórnendur ISIS hafa endurskipulagt samtökin, og virðast þau að mörgu leyti virka eins og skæruliðasamtök en ekki hryðjuverkasamtök, að mati sérfræðinga. Samtökin virðast vel skipulögð, vel fjármögnuð og ágætlega tækjum búin. Þetta hefur gert vígamönnum samtakanna kleift að nýta sér undanhald Írakshers í Mosúl og öðrum borgum í norðurhluta Írak og stjórna samtökin nú stórum landsvæðum norður af Bagdad og yfir sýrlensku landamærin. Uppreisnarmenn ISIS eru sagðir hafa framið fjöldamorð á íröskum hermönnum sem þeir tóku til fanga. Ekki er ljóst hversu margir hermenn hafa verið drepnir eftir að þeir gáfust upp, en talsmenn ISIS fullyrða að þeir séu um 1.700 talsins. ISIS sendi frá sér myndir um helgina sem virðast sýna fanga samtakanna tekna af lífi. Qassim al-Moussawi, talsmaður Írakshers, segir myndirnar sýna að í það minnsta 170 hermenn hafi verið teknir af lífi eftir að þeir féllu í hendur ISIS. Þá sýna myndbönd sem samtökin hafa sent frá sér hvernig vígamenn þeirra skjóta á bíla og myrða fólk með hríðskotarifflum. Talið er að rúmlega hálf milljón óbreyttra borgara hafi flúið borgir sem ISIS hefur hertekið.Sparkað úr al-Kaída ISIS-samtökin eiga rætur að rekja til Íraks, þar sem þau urðu til úr öðrum samtökum súnníta sem tilheyrðu al-Kaída-hryðjuverkanetinu. Þau fengu nafnið Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær í apríl í fyrra þegar tvenn samtök sameinuðust undir þessu nafni. Leiðtogi ISIS heitir Abu Bakr al-Baghdadi, en hann stýrði al-Kaída í Írak frá árinu 2010. Talið er að um 7.000 vígamenn séu í samtökunum. ISIS-samtökin njóta þess vafasama heiðurs að vera einu aðildarsamtök al-Kaída sem þau alræmdu hryðjuverkasamtök hafa ákveðið að slíta öll tengsl við. Yfirlýsing frá al-Kaída bendir til þess að ISIS hafi látið illa að stjórn. ISIS styðjast við harðlínustefnu og hafa stundað aftökur og hýðingar, bannað tónlist, reykingar og aðra hegðun sem stjórnendur þeirra telja ekki í anda íslams. Þá vilja samtökin að konur hylji sig frá hvirfli til ilja og taki lítinn sem engan þátt í samfélaginu. Þessi harðlínustefna virðist hafa gengið gegn hagsmunum al-Kaída.Eiga lítið í íraska herinn ISIS hefur náð fjölmörgum bæjum í Írak á sitt vald á undanförnum dögum, þótt vígamönnum samtakanna hafi ekki alltaf tekist að halda fengnum hlut þegar íraski herinn hefur gert gagnsóknir. Kirk Sowell, sérfræðingur í málefnum Íraks sem rætt er við á fréttavefnum Vox, segir að þótt hersveitir í þeim borgum sem ISIS hefur ráðist á hafi hingað til hörfað undan hafi Íraksher yfir að ráða margfalt meiri mannafla en ISIS, og mun betri hergögnum. Þess vegna sé afar ólíklegt að liðsmenn ISIS hafi betur í beinum átökum. Þá hafa bandarísk stjórnvöld sent flugmóðurskip og tvö herskip sem búin eru stýriflaugum á Persaflóa, og gætu þau stutt við aðgerðir Írakshers. Aðgerðir ISIS þykja benda til þess að samtökin hafi endurvakið nærri tíu ára gamlar hernaðaráætlanir sem aldrei urðu að veruleika, um að taka úthverfi Bagdad og umkringja borgina.Erfitt að halda landsvæðum Munurinn á hernaðarlegri getu vígamanna ISIS og íraska stjórnarhersins er mikill. Það þýðir ekki að herinn muni eiga auðvelt með að þurrka út uppreisnarmennina, en það þýðir að ISIS mun eiga erfitt með að halda landsvæði sem stjórnarherinn reynir að ná á sitt vald, segir Sowell við Vox. Við þetta bætist að þau svæði þar sem ISIS hefur mest ítök eru afar fátæk og lítill möguleiki á að ISIS takist að þróa olíuvinnslu á svæðinu til að fjármagna sig. Draumur ISIS um íslamskt ríki virðist því fjarlægur. „Í rauninni gætu þeir náð að stofna eigið ríki, en bara ef þeir eru tilbúnir til að svelta,“ segir Sowell. Þrátt fyrir þetta hefur Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, beitt sér fyrir því að vígasveitir sjíta berjist við hlið stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum ISIS. Sérfræðingar óttast að með því að gefa þessum vígasveitum lögmæti með þessum hætti séu stjórnvöld að bjóða heim hættunni á harðari átökum milli súnníta og sjíta í Írak.Um sjíta og súnníta Múslimar í Írak skiptast í tvo hópa. Meirihlutinn, um tveir þriðju hlutar landsmanna, er sjítar en þriðjungur er súnnítar. Fylkingarnar hafa lengi deilt, og hefur það endurspeglast í stjórnmálaástandinu í Írak. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er sjíti og þykir mörgum súnnítum hann ekki hafa deilt völdum með súnnítum með eðlilegum hætti. Þá hafa stjórnvöld beitt mikilli hörku í baráttu sinni við uppreisnarhópa, og handtekið mikinn fjölda súnníta sem sitja oft bak við lás og slá árum saman án réttlátrar málsmeðferðar. Stuðningsmenn ISIS eru súnnítar, en Írak er að mestu stjórnað af sjítum. Átökin eru þó ekki eingöngu á milli þessara tveggja vel afmörkuðu hópa. Kúrdar, sem búa á sjálfstjórnarsvæðum í norðurhluta landsins, eru súnnítar en hafa barist gegn ISIS. Talið er að meirihluti annarra súnníta í Írak vilji frekar láta reyna á friðsamlegar lausnir, aðeins lítill hluti er talinn styðja vopnaða uppreisn gegn stjórnvöldum í Bagdad. Skiptingin í súnníta og sjíta á rætur að rekja til deilna um hver skyldi verða eftirmaður spámannsins Múhameðs. Súnnítar héldu því fram að það ætti að vera Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, en sjítar töldu það eiga að vera Ali, tengdason Múhameðs. Nokkur munur er á trúarkenningum þessara tveggja hópa. Súnnítar styðjast til dæmis við ýmis ummæli sem höfð eru eftir Múhameð en ekki eru í Kóraninum.Baráttuandi íraska hersins lítill *Um 270 þúsund hermenn eru í íraska hernum. Bandarískir og breskir hermenn hafa hjálpað til við að skipuleggja heraflann og þjálfa hersveitir. *Útgjöld ríkisins til hermála voru um 17 milljarðar bandaríkjadala á síðasta ári. *Írösk stjórnvöld hafa fengið mikið af hergögnum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, auk þess að hafa pantað orrustuþotur og herþyrlur frá Bandaríkjunum. *Baráttuandinn í hernum er sagður afar lítill, og undanhald hersveita frá Mosúl og nágrenni bendir til þess að það sé rétt. *Eitthvert mannfall hefur verið í sprengjuárásum, auk þess sem liðhlaup er ekki óalgengt. *Átökin eru ekki bara á milli sjíta og súnníta
Mið-Austurlönd Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira